1. gr.
Á eftir 1. málslið í 11. gr. kemur nýr málsliður sem orðist svo:
Takmörkun getur náð eingöngu til leyfilegs ásþunga, leyfilegrar heildarþyngdar eða hvort tveggja, leyfilegs ásþunga og heildarþyngdar.
Núverandi 2. málsliður verður ný málsgrein, 2. málsgrein 11. gr.
2. gr.
Í stað VI. viðauka, þungatakmarkanir, komi nýr VI. viðauki sem hljóðar svo:
Á vegum þar sem takmarka verður leyfðan ásþunga vegna aurbleytu eða af öðrum ástæðum við 2, 5, 7 eða 10 tonn gilda eftirfarandi reglur um mesta leyfðan ás- og heildarþunga:
Burðarflokkar |
|||||
Ásar |
10 tonn |
7 tonn |
5 tonn |
2 tonn |
|
Ás með tveimur hjólum |
7 |
5*1) |
3 |
2 |
|
Ás með fjórum hjólum |
10 |
7 |
5 |
2 |
|
Tvíás með fjórum hjólum |
11 |
7 |
5 |
2 |
|
Tvíás með sexhjólum |
13,5 |
9 |
6,5 |
2 |
|
Tvíás með átta hjólum |
16 |
11 |
8 |
2 |
|
Þríás með sex hjólum |
16 |
11*2) |
8*2) |
2 |
|
Þríás með tíu hjólum |
20 |
13,5*2) |
10*2) |
2 |
|
Þríás með tólf hjólum |
22 |
15*2) |
11*2) |
2 |
|
Takmörkun á heildarþunga samtengdra ökutækja eftir burðarflokkum þegar heildarþungi er einnig takmarkaður. |
*1) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 1100 x 22,5. Fyrir minni hjólbarða er leyfður 4ra t ásþungi. Fyrir hjólbarðastærð 365/65R22,5 með 7,5 bör eða 109 psi loftþrýsting er leyfður 6 t ásþungi.
*2) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 1100 x 22,5. Fyrir minni hjólbarða reiknast þríás með sex hjólum sem tvíás með fjórum hjólum. Þríás með tólf hjólum reiknast sem tvíás með átta hjólum.
*3) a) Heildarþungi 44 tonn fyrir sex ása vagnlest sé dráttarbifreið búin 2 sívirkum drifásum, hafi 4 hjól og loftfjaðrir á öllum ásum nema framás.
b) Loftþrýstingur í hjólbarða sé takmarkaður að hámarki við 7 bör eða 102 psi í hjólbörðum framása (eða 7,5 bör eða 109psi sé framás með loftfjöðrun eða öðrum búnaði sem telst jafngildur eða með hjólbarðastærð að lágmarki 385/65R22,5) og 6 bör eða 87 psi í hjólbörðum afturása, mælt í köldum hjólbarða.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. 75. og 76. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 18. ágúst 2010.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.