Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

696/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.

1. gr.

Á eftir 1. málslið í 11. gr. kemur nýr málsliður sem orðist svo:

Takmörkun getur náð eingöngu til leyfilegs ásþunga, leyfilegrar heildarþyngdar eða hvort tveggja, leyfilegs ásþunga og heildarþyngdar.

Núverandi 2. málsliður verður ný málsgrein, 2. málsgrein 11. gr.

2. gr.

Í stað VI. viðauka, þungatakmarkanir, komi nýr VI. viðauki sem hljóðar svo:

Á vegum þar sem takmarka verður leyfðan ásþunga vegna aurbleytu eða af öðrum ástæðum við 2, 5, 7 eða 10 tonn gilda eftirfarandi reglur um mesta leyfðan ás- og heildarþunga:

 

Burðarflokkar

Mynd sem sýnir 10 tonna ásþunga

Mynd sem sýnir 7 tonna ásþunga

Mynd sem sýnir 5 tonna ásþunga

Mynd sem sýnir 2 tonna ásþunga

Ásar

10 tonn

7 tonn

5 tonn

2 tonn

Ás með tveimur hjólum

Mynd sem sýnir ás með tveimur hjólum

7

5*1)

3

2

Ás með fjórum hjólum

Mynd sem sýnir ás með fjórum hjólum

10

7

5

2

Tvíás með fjórum hjólum
Bil milli ása 1,3 - 1,8

Mynd sem sýnir tvíás með fjórum hjólum

11

7

5

2

Tvíás með sexhjólum
Bil milli ása 1,3 - 1,8

Mynd sem sýnir tvíás með sex hjólum

13,5

9

6,5

2

Tvíás með átta hjólum
Bil milli ása 1,3 - 1,8

Mynd sem sýnir tvíás með átta hjólum

16

11

8

2

Þríás með sex hjólum
Bil milli ása 1,3-1,4

Mynd sem sýnir þríás með sex hjólum

16

11*2)

8*2)

2

Þríás með tíu hjólum
Bil milli ása 1,3-1,4

Mynd sem sýnir þríás með tíu hjólum

20

13,5*2)

10*2)

2

Þríás með tólf hjólum
Bil milli ása 1,3-1,4

Mynd sem sýnir þríás með tólf hjólum

22

15*2)

11*2)

2

Takmörkun á heildarþunga samtengdra ökutækja eftir burðarflokkum þegar heildarþungi er einnig takmarkaður.

Mynd sem sýnir 40 tonna heildarþunga

Mynd sem sýnir 27 tonna heildarþunga

Mynd sem sýnir 19 tonna heildarþunga

Mynd sem sýnir 4 tonna heildarþunga



*1) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 1100 x 22,5. Fyrir minni hjólbarða er leyfður 4ra t ásþungi. Fyrir hjólbarðastærð 365/65R22,5 með 7,5 bör eða 109 psi loftþrýsting er leyfður 6 t ásþungi.
*2) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 1100 x 22,5. Fyrir minni hjólbarða reiknast þríás með sex hjólum sem tvíás með fjórum hjólum. Þríás með tólf hjólum reiknast sem tvíás með átta hjólum.
*3) a) Heildarþungi 44 tonn fyrir sex ása vagnlest sé dráttarbifreið búin 2 sívirkum drifásum, hafi 4 hjól og loftfjaðrir á öllum ásum nema framás.
b) Loftþrýstingur í hjólbarða sé takmarkaður að hámarki við 7 bör eða 102 psi í hjólbörðum framása (eða 7,5 bör eða 109psi sé framás með loftfjöðrun eða öðrum búnaði sem telst jafngildur eða með hjólbarðastærð að lágmarki 385/65R22,5) og 6 bör eða 87 psi í hjólbörðum afturása, mælt í köldum hjólbarða.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 75. og 76. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 18. ágúst 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica