1. gr.
Innleiðing.
Við 4. gr. reglugerðar nr. 1046/2008 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins bætist önnur málsgrein er skal hljóða svo:
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 544/2009 frá 18. júní 2009 um breytingar á reglugerð (EB) nr. 717/2007 um reiki á almennum farsímanetum innan Bandalagsins og á tilskipun 2002/21/EB um sameiginlegan regluramma um rafræn fjarskiptanet og þjónustu, merkt fylgiskjal II, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka EES-samningsins nr. 107/2009 frá 22. október 2009 með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 35. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. febrúar 2010.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)