1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar orðskýringar, sem hafa þá merkingu sem hér greinir:
Forgangsröðun skoðana á hlaði (prioritisation of ramp inspections): Sérstök ráðstöfun á viðeigandi hluta af heildarfjölda skoðana á hlaði sem framkvæmdar eru af hálfu aðildarríkis ár hvert, eins og kveðið er á um í 4. gr. a.
Viðfang (subject): Flugrekandi og/eða allir flugrekendur frá tilteknu ríki og/eða gerð loftfars og/eða tiltekið loftfar.
2. gr.
Ný grein, 4. gr. a, bætist við á eftir 4. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
4. gr. a
Viðmiðanir við forgangsröðun.
Flugmálastjórn Íslands skal forgangsraða hlaðskoðunum eftirtalinna viðfanga, lendi þau á alþjóðlegum flugvelli á Íslandi, að teknu tilliti til 4. gr.:
3. gr.
1. mgr. 5. gr. orðist svo:
Skoðun á hlaði skal fara fram í samræmi við verklagsreglur Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, sem og verklagsreglur sem lýst er í III. viðauka við reglugerð þessa. Skrá skal tafarlaust upplýsingar um framkvæmd skoðunar á þar til gerð eyðublöð sem í gildi eru hverju sinni samkvæmt framangreindum verklagsreglum. Upplýsingarnar skulu færðar í miðlægan gagnagrunn Flugöryggisstofnunar Evrópu.
4. gr.
Við 7. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar, 4. og 5. mgr., sem orðast svo:
Flugöryggisstofnun Evrópu sendir lista yfir þau viðföng sem nefnd eru í 4. gr. a með rafrænum hætti til aðildarríkjanna, a.m.k. á fjögurra mánaða fresti.
Flugöryggisstofnun Evrópu hefur eftirlit með forgangsröðunarferlinu og veitir aðildarríkjunum nauðsynlegar upplýsingar til að gera þeim kleift að fylgjast með framþróun í Bandalaginu að því er varðar forgangsröðun skoðana á viðföngum sem um getur í 4. gr. a, þar á meðal tölfræðileg gögn um flugumferð sem máli skipta. Upplýsingagjöf er veitt í samvinnu við þar til bærar alþjóðastofnanir á sviði flugmála.
5. gr.
Innleiðing.
Við 1. mgr. 15. gr. bætist nýr stafliður, sem orðast svo:
c. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 351/2008 frá 16. apríl 2008 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/36/EB að því er varðar forgangsröðun skoðana á hlaði á loftförum sem nota flugvelli Bandalagsins, sem birtist í viðauka IV við reglugerð þessa, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2009 frá 30. janúar 2009.
6. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr., 27. gr., sbr. 145. gr. og 146. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 2. mgr. 4. gr., 5. gr., 7. gr. og 12. gr. laga um Flugmálastjórn Íslands nr. 100/2006 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 26. febrúar 2009.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)