Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

851/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðis - Brottfallin

1. gr.

2. gr., sbr. reglugerð nr. 502 11. ágúst 1997, orðist svo:
Ákvæði 4. undirgr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/85 gildir einnig um farþegaflutninga innanlands, aðra en reglubundna farþegaflutninga, sbr. 5. undirgr. 1. mgr. 6. gr.

Ákvæði 3. mgr. 7. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/85 gildir í reglubundnum farþegaflutningum innanlands.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 6. mgr. 44. gr., 60. gr. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44. 7. maí 1993, svo og með hliðsjón af 20., 20.a, 21., 23. og 23.a tölul. XIII. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. nóvember 2000.

Sólveig Pétursdóttir.
Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica