Samgönguráðuneyti

955/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr. 122/2004. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "406/121,5 MHz" í 6.-9. reglu í hluta B um kröfur varðandi skipið í IX. kafla um fjarskipti í viðauka I um reglur um smíði og búnað fiskiskipa kemur: 406 MHz.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, öðlast þegar gildi. Við næstu búnaðarskoðun skipa, en eigi síðar en 1. febrúar 2009, skal þess gætt að þau séu búin frífljótandi neyðarbaujum sem senda út á 406 MHz. Við næstu þjónustuskoðun gúmmíbjörgunarbáta, en eigi síðar en 1. febrúar 2009, skal þess gætt að þau séu búin neyðarsendum sem senda út á 406 MHz.

Samgönguráðuneytinu, 29. september 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica