Samgönguráðuneyti

1164/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að innleiða reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnreglum um flugvernd.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 65/2006 frá 13. janúar 2006 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sameigin­legum grunnreglum um flugvernd, merkt fylgiskjal XI, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 66/2006 frá 7. september 2006.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 240/2006 frá 10. febrúar 2006 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sameigin­legum grunnreglum um flugvernd, merkt fylgiskjal XII, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 90/2006 frá 19. október 2006.

Reglugerðirnar eru birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr., 4. mgr. 78. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 20. desember 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica