321/2018
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökutækja og eftirlit, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar:
- h) liður verður svohljóðandi:
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1013 frá 30. mars 2017 um útlit staðlaðs eyðublaðs sem um getur í 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 2006/561, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242, 15. desember 2017, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 523-530.
- Á eftir n) lið kemur nýr stafliður o), svohljóðandi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1503 frá 25. ágúst 2017 um breytingu framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/68 um sameiginlegar verklagsreglur og forskriftir sem nauðsynlegar eru fyrir samtengingu rafrænna skráa yfir ökumannskort, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 241, 15. desember 2017, birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, frá 1. febrúar 2018, bls. 641-652.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerðin er sett með heimild í 44. gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. mars 2018.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.