1. gr.
Á eftir i-lið 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar kemur nýr liður, j-liður sem orðast svo:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/130 frá 1. febrúar 2016 um aðlögun að tækniframförum í samræmi við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3821/85 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 93, 29. apríl 2016, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, frá 18. ágúst 2016, bls. 212-213.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 44. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 3. nóvember 2016.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.