1. gr.
Nýr g-liður 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:
sem notuð er í tengslum við störf við fráveitu, flóðavernd, vatns-, gas- og rafmagnsveitu, sorphreinsun hús úr húsi, skeyta- og símaþjónustu, útvarps- og sjónvarpssendingar og við að miða út útvarps- eða sjónvarpssenda eða móttökutæki. Jafnframt flutningur með bifreið sem notuð er við viðhald á vegum og eftirlit, þó ekki við snjómokstur og hálkuvarnir,
2. gr.
Á eftir h-lið 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar kemur nýr liður, i-liður sem orðast svo:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1161/2014 frá 30. október 2014 um aðlögun að tækniframförum á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3821/85 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 107, 30. apríl 2015, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 18. júní 2015. bls. 335.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 44. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 8. júlí 2015.
F. h. r.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Marta Jónsdóttir.