1. gr.
Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk skulu nema 0,95% af útsvarsstofni, auk sérstakra framlaga á fjárlögum og úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, vegna sölu og leigu eigna sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk. Skulu tekjurnar renna í sérstaka deild innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Við skil á staðgreiðslu útsvars samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, skulu Jöfnunarsjóði gerð skil á sínum hluta, sbr. 1. mgr. Fjársýsla ríkisins skal sjá um útreikning á tekjum þessum og skiptir innheimtri staðgreiðslu hvers mánaðar milli ríkis, sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs. Tekjur sjóðsins skulu reiknaðar af þeim stofni sem staðgreiðsla hvers mánaðar er greidd af.
Ennfremur skal Fjársýsla ríkisins við álagningu sjá um útreikning á hlutdeild Jöfnunarsjóðs í útsvari af þeim tekjum sem skattlagðar eru eftir á. Fjársýsla ríkisins skal, í uppgjöri staðgreiðslu sveitarfélaga við álagningu útsvars, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, taka tillit til hlutdeildar Jöfnunarsjóðs og gera sjóðnum skil á henni.
2. gr.
Framlög.
Jöfnunarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk skiptast í: Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk og vegna biðlista, framlög vegna breytingakostnaðar, framlög vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), framlög til Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga svo og önnur framlög.
Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk eru óháð öðrum framlögum sjóðsins.
Jöfnunarsjóður sendir sveitarfélögum upplýsingar um áætluð framlög ársins 2012 og greiðsludreifingu þeirra eftir því sem við verður komið. Framlög skulu greidd mánaðarlega. Heimilt er að endurskoða framlög innan ársins í samræmi við breytingar á áætluðum tekjum, sbr. 1. gr.
3. gr.
Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012.
I. hluti: Skipting ráðstöfunarfjármagns.
Áætluðum heildartekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012, að frádregnum framlögum sem veitt eru til miðlægra verkefna og framlagi í Fasteignasjóð, skal skipta milli sveitarfélaga sem mynda þjónustusvæði, sbr. lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, eða einstakra sveitarfélaga með eftirfarandi hætti:
Við útreikning framlaga samkvæmt a- og b-lið 1. mgr. I. hluta þessarar greinar skal finna áætlaða útgjaldaþörf hvers þjónustusvæðis eða einstakra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk með aðferðum sem lýst er í II. hluta þessarar greinar.
Útreiknuð framlög ársins 2012 skal leiðrétta þegar endanlegur álagningarstofn útsvars ársins 2012 liggur fyrir. Upplýsingar um leiðréttingu skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. desember 2013 og skal leiðrétting framlaga til hvers sveitarfélags eða þjónustusvæðis koma til frádráttar/viðbótar almennum framlögum Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014. Reynist áætlunin lægri en frádráttur er heimilt að innheimta mismuninn af öðrum framlögum Jöfnunarsjóðs.
II. hluti: Mæling á útgjaldaþörf.
A. Þjónusta við fatlað fólk.
Við mælingu á útgjaldaþörf vegna þjónustu við fatlað fólk, sbr. a-lið 1. mgr. I. hluta skal byggja á upplýsingum um einstaklinga sem nutu þjónustu við árslok 2010, m.a. upplýsingum um kostnað og stuðningsþörf á einstakling. Mælingin byggir á mati á kostnaði vegna sérhvers einstaklings í reglubundinni sérhæfðri þjónustu.
Við mælinguna skal greina fylgni flokka stuðningsþarfar, sbr. 6. gr. og kostnaðar á einstakling árið 2010 og skal sú greining notuð til að ákvarða fjárhæð hvers flokks stuðningsþarfar. Ef ekki liggur fyrir mat á stuðningsþörf er heimilt að reikna gildi sem samsvarar flokkum matsins á grundvelli eldra mats og kostnaðar. Heimilt er að reikna álag á ákveðna flokka á grundvelli sérstakrar stuðningsþarfar vegna hegðunar. Ennfremur er heimilt að reikna álag vegna einstaklinga með óvenjulega samsetningu stuðningsþarfar.
Útgjaldaþörf skal mæld með eftirfarandi aðferðum:
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal leggja fram gögn sem sýna kostnað skv. hverjum flokki matsins, sem og aðrar þær reikningsaðferðir sem nýttar hafa verið til að mæla útgjaldaþörf vegna þjónustu og biðlista.
B. Biðlistar.
Meta skal útgjaldaþörf vegna biðlista fatlaðra á þjónustusvæðum og hjá sveitarfélögum, sbr. b-lið 1. mgr. I. hluta. Matið skal byggt á upplýsingum um stöðu biðlista ársins 2010. Útreikningur byggir á mati á útgjaldaþörf vegna þeirra einstaklinga sem voru á árinu 2010 taldir þurfa þjónustu eða breytingu á þjónustu innan árs. Útreikningur útgjaldaþarfar vegna biðlista skal byggður á mati á þörf einstaklinga fyrir þjónustu og skal eftir því sem við á tekið tillit til þeirrar þjónustu sem þeir fengu árið 2010.
Mat á útgjaldaþörf vegna biðlista byggir á eftirfarandi aðferðum:
III. hluti: Útreikningur framlaga.
Þegar niðurstaða liggur fyrir, sbr. a- til d-liði í 1. mgr. I. hluta þessarar greinar skal áætla útsvarsstofn ársins 2012 fyrir hvert þjónustusvæði eða sveitarfélag. Á þeim grunni skal áætla tekjur þær sem renna beint til þjónustusvæða og sveitarfélaga af 0,25% hlutdeild þeirra í útsvarsstofni vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012.
Finna skal mismun heildarútgjaldaþarfar hvers þjónustusvæðis eða sveitarfélags og áætlaðra útsvarstekna, sbr. hér að framan.
Sé um jákvæðan mismun að ræða milli heildarútgjaldaþarfar sveitarfélaga sem mynda þjónustusvæði eða einstakra sveitarfélaga annars vegar og áætlaðra tekna þeirra af 0,25% hlutdeild í útsvarsstofni hins vegar er mismunurinn greiddur sem almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk.
Almenn framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012 skulu nema sömu fjárhæð og áætlaðar heildartekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna verkefnisins á árinu 2012 að frádregnum framlögum sem veitt eru til miðlægra verkefna og í Fasteignasjóð.
4. gr.
Framlög vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).
Við tillögugerð ráðgjafarnefndar um úthlutun framlaga til NPA skal taka mið af áætlun verkefnisstjórnar NPA að fenginni umsögn samráðsnefndar um málefni fatlaðra.
5. gr.
Framlög vegna breytingakostnaðar.
Á árinu 2012 greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga framlag vegna breytingakostnaðar til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nemur 0,14% af tekjum sjóðsins af 0,95% hlutdeild hans í útsvarsstofni, sbr. 1. gr., vegna kostnaðar sambandsins við verkefni er tengjast þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk á árinu.
Með framlögum vegna breytingakostnaðar er að öðru leyti heimilt að greiða kostnað vegna:
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga gerir tillögu til ráðherra um úthlutun framlaga á grundvelli a- til f-liða, að höfðu samráði við samráðsnefnd um málefni fatlaðra og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hugsanlegum eftirstöðvum framlaga vegna breytingakostnaðar skal skipta milli þjónustusvæða og sveitarfélaga í sömu hlutföllum og framlögum, skv. 3. gr.
6. gr.
Mat á stuðningsþörf.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur forgöngu um samræmt mat á stuðningsþörf á landsvísu, semur við matsaðila um framkvæmd matsins og ber kostnað af því. Heimilt er að ákveða að greiðsla kostnaðar takmarkist við mat á tilteknum fjölda einstaklinga.
Þjónustusvæði og sveitarfélög fela matsaðila, skv. 1. mgr. framkvæmd matsins á grundvelli ákvæða laga um málefni fatlaðra og er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilt að krefja matsaðila, þjónustusvæði og sveitarfélög um niðurstöður slíks mats.
Jöfnunarsjóður setur verklagsreglur um mat á stuðningsþörf, sem m.a. kveða á um hlutverk og verkefni einstakra aðila sem koma að matsferlinu. Heimilt er að skipa sérstaka ráðgefandi vinnuhópa til að fjalla um álitaefni varðandi niðurstöður matsins. Álit slíkra hópa fela ekki í sér stjórnvaldsákvarðanir.
7. gr.
Staðfesting.
Tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutanir framlaga á grundvelli þessarar reglugerðar skulu hljóta staðfestingu ráðherra. Við setningu vinnureglna skal hafa samráð við samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks.
8. gr.
Gildistaka og endurskoðun reglugerðar.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli 13. gr. a. í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum og gilda ákvæði hennar frá 1. janúar 2012 enda um ívilnandi reglur að ræða frá þeim sem gilt hafa. Þá fellur jafnframt úr gildi reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011, nr. 1066/2010.
Endurskoða skal reglugerð þessa eigi síðar en 15. október 2012.
Innanríkisráðuneytinu, 5. júní 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.