Á eftir orðunum "Framlög skulu greidd sveitarfélögum" í a-lið 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: að ¾ hlutum fyrir 1. nóvember ár hvert en endanlegt uppgjör fer fram fyrir árslok á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 12. gr.
Á eftir orðunum "1. janúar 2005" í ákvæði til bráðabirgða kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er þó að greiða eftir þann tíma framlög til framkvæmda sem hefjast fyrir lok árs 2004, enda liggi fyrir mat ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að brýn þörf sé á viðkomandi framkvæmdum. Framlög vegna framkvæmda á árinu 2005 skulu miðast við verkstöðu í lok þess árs.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.