1. gr.
Síðari málsliður b-liðar 4.12 gr. í viðauka I orðast svo:
Flugmálastjórn Íslands getur veitt undanþágu til notkunar á sjálfvirkum sendi fyrir flugvélar sem sendir eingöngu á tíðninni 121,5 MHz til 1. febrúar 2014. Skilyrði undanþágu er háð því að fyrir liggi umsókn þar um ásamt áætlun um hvenær endurnýjun sendis sem uppfyllir kröfur reglugerðarinnar verði lokið.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 1. febrúar 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.