1. gr.
Eftirfarandi orðskýring skal koma í 2. gr.:
Hagsmunaðaðilar (interested party). Aðilar, hvort sem er einstaklingar eða lögaðilar, sem eru í aðstöðu til að taka þátt í að auka öryggi í almenningsflugi hafi þeir aðgang að upplýsingum um atvik sem falla undir reglugerð þessa. Sjá skrá yfir hagsmunaaðila í viðauka I við reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1330/2008.
2. gr.
1. mgr. 13. gr. skal orðast svo:
Heimilt er að miðla upplýsingum, sem safnað er saman og skráðar eru í gagnagrunninum, til lögbærra yfirvalda erlendra ríkja, alþjóðastofnana, Eftirlitsstofnunar EFTA og hagsmunaðila.
3. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 24. gr. laga nr. 35/2004 um rannsókn flugslysa og 47. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 10. febrúar 2010.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.