Samgönguráðuneyti

423/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 113/2003. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 12. gr. hljóði svo:

Á grundvelli skrár um fullnýtingu tekjustofna sveitarfélaga skal reikna út eftirtalin meðal­töl:

  1. á hvern íbúa í Reykjavík,
  2. á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum með 11.000 íbúa og fleiri, öðrum en Reykja­vík,
  3. á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum með 300 - 10.999 íbúa,
  4. á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum með færri en 300 íbúa.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 17. apríl 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica