Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Menningar- og viðskiptaráðuneyti

83/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1165/2015, um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð.

1. gr.

Í stað b-liðar 1. gr. reglugerðarinnar kemur nýr b-liður, svohljóðandi:

  1. Minniháttaraðstoð. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2831 frá 13. desember 2023 um beitingu 107. og 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart minniháttaraðstoð (De minimis), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2024 frá 23. september 2024.

 

2. gr.

F-liður 1. gr. reglugerðarinnar skal framvegis vera svohljóðandi:

  1. Almenn hópundanþága frá tilkynningaskyldu - framlenging. Reglugerð framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) 2020/972 frá 2. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 651/2014 að því er varðar framlengingu á gildistíma hennar og viðeigandi aðlaganir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2020 frá 6. ágúst 2020.

 

3. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar skal framvegis vera svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2831, sbr. b-lið 1. gr., er birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85/2024, frá 21. nóvember 2024, bls. 385. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2024 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 92/2024, 19. desember 2024, bls. 63.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005 og öðlast þegar gildi.

 

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 15. janúar 2025.

F. h. atvinnuvegaráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Brynja Stephanie Swan.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica