Menningar- og viðskiptaráðuneyti

1353/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1165/2015, um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Viðbót við almenna hópundanþágu frá tilkynningarskyldu. Reglugerð framkvæmdastjórnar­innar (ESB) 2023/1315 frá 23. júní 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 651/2014 þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sáttmálans og reglugerð (ESB) 2022/2473 þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar til fyrirtækja sem eru virk í framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu fisk- og lagareldisafurða sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sátt­málans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 331/2023 frá 8. desember 2023.
  2. Minniháttaraðstoð vegna þjónustu sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu og minni­háttar­aðstoð - breyting. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2391 frá 4. október 2023 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 717/2014, (ESB) nr. 1407/2013, (ESB) nr. 1408/2013 og (ESB) nr. 360/2012 að því er varðar minniháttaraðstoð á fisk- og lagar­eldisafurðum og reglugerð (ESB) nr. 717/2014 að því er varðar heildarfjárhæð minniháttar­aðstoðar til stakra fyrirtækja, gildistíma hennar og önnur málefni, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 106/2024 frá 26. apríl 2024.

 

2. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1315, sbr. i-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 41/2024, frá 16. maí 2024, bls. 39. Ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 331/2023 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 48/2024, 8. desember 2023, bls. 67.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2391, sbr. j-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83/2024, frá 14. nóvember 2024, bls. 250. Ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 106/2024 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 60/2024, 8. ágúst 2024, bls. 37.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005 og öðlast þegar gildi.

 

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 14. nóvember 2024.

 

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Brynja Stephanie Swan.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica