1. gr.
Í stað 6. gr. a. í reglugerðinni kemur ný grein sem hljóðar svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 6. gr. er heimilt að óska eftir sérstakri útborgun á endurgreiðslu að hluta (hlutaendurgreiðsla), þó framleiðslu sé ekki að öllu leyti lokið. Þetta á við um verkefni sem hafa fengið vilyrði og að lágmarki 50% af kostnaði viðkomandi verkefnis, sem fellur til á Íslandi og er endurgreiðsluhæfur framleiðslukostnaður samkvæmt lögum nr. 43/1999, miðað við uppfærða heildarkostnaðaráætlun, er þegar fram kominn. Slíkur hluti endurgreiðslu kemur að fullu til frádráttar fullri endurgreiðslu við lokauppgjör viðkomandi verkefnis. Sömu kröfur eru gerðar til endurgreiðslu á grundvelli þessa ákvæðis og fram koma í 6. gr., eftir því sem við á og á einungis við um kostnað við framleiðslu sem hefur verið greiddur og fellur til á Íslandi. Sérstök skilyrði hlutaendurgreiðslu eru að umsækjandi skili greinargerð um framleiðslustöðu verkefnisins þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
2. gr.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli 8. gr. laga nr. 43/1999 og öðlast gildi 1. desember 2024.
Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 8. nóvember 2024.
F. h. r.
Sigrún Brynja Einarsdóttir.
Ingvi Már Pálsson.