1. gr.
Eftirfarandi breytingar verði á 8. gr.:
a. 2. mgr. 8. gr. orðist svo:
Þegar próftaki hefur lokið sveinsprófi og niðurstöður þess liggja fyrir skal prófnefnd gefa honum kost á að sjá þær. Sé próftaki ósáttur við niðurstöður nefndarinnar getur hann óskað eftir skýringum á þeim. Telji hann enn ástæðu til að véfengja niðurstöðu sveinsprófsnefndar kveður menntamálaráðherra til prófdómara til þess að fara yfir niðurstöðuna. Úrskurður prófdómara skal gilda.
b. 3. mgr. 8. gr. falli brott.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 24. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996, og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytinu, 16. nóvember 2006.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Guðmundur Árnason.