Prentað þann 25. feb. 2025
884/2004
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1058/2003 um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
1. gr.
4. gr. orðast svo:
Helstu verkefni Samskiptamiðstöðvar við táknmálstúlkaþjónustu eru annars vegar að veita táknmálstúlkaþjónustu gegn gjaldi eða endurgjaldslaust skv. nánari ákvæðum í gjaldskrá sbr. 4. mgr. 5. gr. og hins vegar að veita túlkanemum á háskólastigi verklega þjálfun samkvæmt sérstökum samningum við stofnanir sem annast menntun táknmálstúlka.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 2. gr. laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra nr. 129/1990 og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytinu, 22. október 2004.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Guðmundur Árnason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.