Menntamálaráðuneyti

642/2002

Reglugerð um breyting á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995. - Brottfallin

1. gr.

6. gr. orðist svo:
Leikskólakennarar bera ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á uppeldi og menntun barna í leikskóla. Leikskólakennarar annast daglega verkstjórn og ber að þjálfa og leiðbeina starfsfólki sem er án leikskólakennaramenntunar. Nánar skal kveðið á um leiðbeiningar- og stjórnunarhlutverk leikskólakennara í starfslýsingu.

Fyrir hvert stöðugildi leikskólakennara, sem sér um umönnun, uppeldi og menntun barna í leikskóla, skulu vera 8 barngildi samkvæmt reiknireglu 7. gr. Þessu til viðbótar koma störf leikskólastjóra, störf vegna sérstaks stuðnings, afleysinga og ræstinga og störf í eldhúsi samkvæmt mati rekstraraðila miðað við stærð leikskóla.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla og öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 22. ágúst 2002.

Tómas Ingi Olrich.
Guðríður Sigurðardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica