Nemendur á framhaldsskólastigi, sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum eiga rétt til námsstyrkja til jöfnunar á fjárhagslegum aðstöðumun vegna búsetu svo sem nánar er kveðið á um í reglugerð þessari:
a. | Nemandi stundar reglubundið nám á framhaldsskólastigi hér á landi, sem ekki er á háskólastigi eða gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi, enda sé um að ræða a.m.k. eins árs skipulagt nám við framhaldsskóla sem falla undir ákvæði laga um framhaldsskóla nr. 80/1996, með áorðnum breytingum. Námsstyrkjanefnd er heimilt að styrkja annað hliðstætt nám á framhaldsskólastigi. | |
b. | Nemandi getur ekki stundað sambærilegt nám frá lögheimili eða öðrum dvalarstað. | |
c. | Nemandi nýtir ekki rétt til láns úr Lánasjóði íslenskra námsmanna eða nýtur hliðstæðrar fyrirgreiðslu. |
Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem hér greinir:
a. | Reglubundið nám. Nemandi telst stunda reglubundið nám hafi hann tekið próf til fullnustu a.m.k. 12 eininga námi á önn sem telst hluti af skipulögðu námi skóla eða skóli staðfestir námsárangur með ástundunarvottorði, ef námi lýkur ekki með prófi. Ef námi er ekki lokið vegna veikinda skal skóli staðfesta móttöku á fullgildu læknisvottorði. |
b. | Sambærilegt nám. Við mat á því hvort sambærilegt framhaldsnám verði stundað í heimabyggð eða ekki er alfarið vísað til námsbrautarlýsingar samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, ef um nám á 1. ári samkvæmt skipulagi skóla er að ræða. Í fylgiskjali I er listi yfir staði þaðan sem nám á tilgreindum brautum á 1. ári telst ekki styrkhæft vegna dvalar fjarri lögheimili. Á síðari stigum framhaldsnáms þ.e. að loknu 1. ári er ekki vísað til námsbrautarlýsingar heldur til mats umsækjanda á eðli og gæðum skóla eða einstakra námsáfanga. |
c. | Dvalarstyrkur. Dvalarstyrkur samanstendur af ferðastyrk til og frá námsstað við upphaf og lok námsannar, fæðisstyrk og húsnæðisstyrk. |
d. | Styrkur til skólaaksturs. Styrkur til skólaaksturs samkvæmt 6. gr. er ferðastyrkur sem úthlutað er til umsækjenda sem ekki njóta dvalarstyrks samkvæmt 4. gr. reglugerð-arinnar. |
e. | Fjölskylda. Með fjölskyldu nemenda, sbr. 4. gr. og 6. gr., er átt við foreldra (annað eða bæði) og/eða forsjáraðila. |
Námsstyrkjanefnd úthlutar styrkjum til styrkhæfra nemenda að jafnaði einu sinni á ári. Umsækjandi skal skila umsókn til nefndarinnar á þar til gerðum eyðublöðum.
Nefndin auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki sérstaklega fyrir haust- og vorönn. Auglýsa skal eftir umsóknum vegna haustannar fyrir 1. september ár hvert og skulu umsóknir hafa borist nefndinni fyrir 31. október s.á. Auglýsa skal eftir umsóknum vegna vorannar fyrir 1. desember ár hvert og skulu umsóknir hafa borist nefndinni fyrir 31. janúar ár hvert. Birta skal auglýsingar um námsstyrki í dagblöðum og með öðrum sannanlegum hætti.
Námsstyrkjanefnd hefur starfsstöð í húsakynnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og annast sjóðurinn alla umsýslu og nauðsynlega framkvæmd fyrir nefndina. LÍN tekur m.a. við umsóknum um námsstyrki, sér um úrvinnslu þeirra, leitar eftir upplýsingum frá skólum um hvort nemandi teljist hafa stundað reglubundið nám, sbr. 2. gr., og annast útborgun námsstyrkja.
Til staðfestingar á því að nemandi stundi reglubundið nám á framhaldsskólastigi ber viðkomandi framhaldsskóla, að ósk námsstyrkjanefndar, að láta nefndinni í té upplýsingar þar að lútandi áður en útborgun námsstyrkja fer fram.
Útborgun námsstyrkja skal fara fram í tvennu lagi og við það miðað að greiðsludagar séu sem næst 10. janúar og 10. júní ár hvert. Skilyrði útborgunar er að skóli hafi staðfest námsárangur eða námsástundun nemandans í lok haustannar og í lok vorannar.
Athugasemdir við niðurstöður námsstyrkjanefndar skulu vera skriflegar og studdar gögnum eftir eðli máls. Þær skulu berast innan 30 daga frá birtingu á niðurstöðu nefndarinnar.
a. | Nemandi stundi reglubundið framhaldsnám hér á landi sem ekki er á háskólastigi eða gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi, sbr. a-lið 2. gr. | |
b. | Nemandi geti ekki stundað sambærilegt nám frá lögheimili sínu, sbr. skilgreiningu í b-lið 2. gr. | |
c. | Nemandi verði að vista sig a.m.k. 30 km frá lögheimili og fjarri fjölskyldu vegna námsins. Heimilt er að veita dvalarstyrk þótt fjarlægð skv. 1. málsl. sé styttri en 30 km, ef samgöngur til og frá skóla eru nemanda sérstaklega erfiðar m.a. með tilliti til veðráttu og ástands vega eða vegna skorts á almenningssamgöngum. |
Nemandi sem ekki á sama lögheimili og fjölskylda hans og dvelur þess vegna fjarri fjölskyldu sinni af annarri ástæðu en vegna námsins getur þó átt rétt á dvalarstyrk enda sýni hann fram á eftirfarandi tengsl við lögheimilsstað:
1. | lögheimilishúsnæði er í eigu námsmanns eða hann leigir það; | |
2. | námsmaður hefur sótt fulla vinnu frá lögheimili sínu lengur en 7,5 mánuði sl. 2 ár; | |
3. | námsmaður og maki hafa barn á framfæri sínu, maki dvelur í lögheimilshúsnæði og skráð sambúð á lögheimili hefur varað í a.m.k. eitt ár. |
Ef nemandi er yngri en 20 ára og fjölskylda hans á lögheimili erlendis eða fjarri námsstað eins og nemandinn, getur hann átt rétt á dvalarstyrk þó að hann uppfylli ekki eitthvert skilyrða 2. mgr. þessarar greinar. Í slíkum tilvikum skal upphæð dvalarstyrks taka mið af svæði A, nema lögheimili námsmanns og fjölskyldu sé að finna á svæði B eða C. Ef lögheimili þeirra er þá á sitthvoru svæðinu skal styrkurinn taka mið af svæði B.
Fullur dvalarstyrkur nær til ferðastyrks, fæðisstyrks og húsnæðisstyrks. Námsstyrkjanefnd ákveður upphæð fulls dvalarstyrks með hliðsjón af heildarfjárhæð sem veitt er til jöfnunar á námskostnaði á fjárlögum ár hvert.
Staðfesti skóli greiðslu fyrir dvöl á heimavist eða í sambærilegu húsnæði á vegum skóla eða sýni nemandi fram á húsaleigu er upphæð (mögulegs) dvalarstyrks miðuð við staðsetningu lögheimilis og er landinu þá skipt í þrjú svæði: Svæði A (höfuðborgarsvæðið og Akureyri); Svæði B (sveitarfélög og nágrannabyggðir með framhaldsskóla); Svæði C (önnur byggðalög). Í fylgiskjali II er gerð nánari grein fyrir svæðaskiptingunni. Námsstyrkjanefnd er heimilt að veita allt að 15% uppbót á fullan dvalarstyrk til nemenda sem eiga lögheimili á svæði B og allt að 30% uppbót á fullan dvalarstyrk til nemenda sem eiga lögheimili á svæði C.
Greiði nemandi ekki húsaleigu nemur mögulegur dvalarstyrkur sömu upphæð og styrkur vegna skólaaksturs, sbr. 6. gr.
Þeir nemendur sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla geta átt rétt á styrk vegna skólaaksturs. Námsstyrkjanefnd ákveður upphæð akstursstyrks með hliðsjón af heildarfjárhæð sem veitt er til skólaaksturs á fjárlögum ár hvert.
Styrkir vegna skólaaksturs skulu renna beint til nemenda enda uppfylli þeir eftirtalin skilyrði:
a. | sækja skóla frá lögheimili sínu og fjölskyldu; | |
b. | lögheimili er ekki í nágrenni skóla, sbr. yfirlit á fylgiskjali III yfir staði, sem teljast í nágrenni skóla í þessu samhengi. |
Námsstyrkjanefnd er heimilt að víkja frá skilyrði um búsetu hjá fjölskyldu, sbr. a-lið 2. mgr. þessarar greinar, ef eitthvert skilyrða 2. mgr. 4. gr. er uppfyllt.
Til viðbótar akstursstyrk til nemenda er námsstyrkjanefnd heimilt að styðja þá skóla sem skipuleggja daglegan akstur fyrir nemendur sína. Upphæð þessi skal samsvara allt að 15% af fullum aksturstyrk.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 6. gr. laga nr. 23/1989 um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 605/2001.
SVÆÐI A: | ||
Svnr. | Sveitarfélag |
Pnr.
|
0000 | Reykjavíkurborg |
101-155
|
1000 | Kópavogsbær |
200-203
|
1100 | Seltjarnarneskaupstaður |
170
|
1300 | Garðabær |
210
|
1400 | Hafnarfjarðarkaupstaður |
220;221
|
1603 | Bessastaðahreppur |
225
|
1604 | Mosfellsbær |
270
|
6000 | Akureyrarkaupstaður |
600;603
|
SVÆÐI B: | ||
Svnr. | Sveitarfélag |
Pnr.
|
2000 | Reykjanesbær |
230;233;235;260
|
2300 | Grindavíkurkaupstaður |
240
|
2503 | Sandgerðisbær |
245
|
2504 | Gerðahreppur |
250
|
2506 | Vatnsleysustrandarhreppur |
190
|
3000 | Akraneskaupstaður |
300
|
3502 | Skilmannahreppur |
301
|
3503 | Innri-Akraneshreppur |
301
|
3504 | Leirár- og Melahreppur |
301
|
4100 | Bolungarvíkurkaupstaður |
415
|
4200 | Ísafjarðarbær |
400;401;410
|
4803 | Súðavíkurhreppur |
401;420
|
5200 | Sveitarfélagið Skagafjörður |
550
|
6150 | Húsavíkurbær |
640
|
6506 | Arnarneshreppur |
601
|
6513 | Eyjafjarðarsveit |
601
|
6514 | Hörgárbyggð |
601
|
6601 | Svalbarðsstrandarhreppur |
601
|
7000 | Seyðisfjarðarkaupstaður |
710
|
7300 | Fjarðabyggð |
730;735;740
|
7505 | Fljótsdalshreppur |
701
|
7506 | Fellahreppur |
701
|
7618 | Austur-Hérað |
700;701
|
7708 | Sveitarfélagið Hornafjörður |
780
|
8000 | Vestmannaeyjabær |
900
|
8200 | Sveitarfélagið Árborg |
800;801;820;825
|
8701 | Gaulverjabæjarhreppur |
801
|
8706 | Hraungerðishreppur |
801
|
8707 | Villingaholtshreppur |
801
|
8716 | Hveragerðisbær |
801;810
|
8717 | Sveitarfélagið Ölfus |
801;810;815
|
8719 | Grímsnes- og Grafningshreppur |
801
|
SVÆÐI C: | ||
Svnr. | Sveitarfélag |
Pnr.
|
1606 | Kjósarhreppur |
270
|
3501 | Hvalfjarðarstrandarhreppur |
301
|
3506 | Skorradalshreppur |
311
|
3510 | Borgarfjarðarsveit |
311;320
|
3601 | Hvítársíðuhreppur |
311;320
|
3609 | Borgarbyggð |
310;311
|
3701 | Kolbeinsstaðahreppur |
311
|
3709 | Grundarfjarðarbær |
350
|
3710 | Helgafellssveit |
340
|
3711 | Stykkishólmsbær |
340
|
3713 | Eyja- og Miklaholtshreppur |
311
|
3714 | Snæfellsbær |
355;356;360
|
3809 | Saurbæjarhreppur |
371
|
3811 | Dalabyggð |
370;371
|
4200 | Ísafjarðarbær |
425;430;465;470;471
|
4502 | Reykhólahreppur |
345;380
|
4604 | Tálknafjarðarhreppur |
460
|
4607 | Vesturbyggð |
450;451;460;465
|
4901 | Árneshreppur |
522;523;524
|
4902 | Kaldrananeshreppur |
520
|
4908 | Bæjarhreppur, Strand. |
500
|
4909 | Broddaneshreppur |
500;510
|
4910 | Hólmavíkur- og Kirkjubólshr. |
510
|
5000 | Siglufjarðarkaupstaður |
580
|
5200 | Sveitarfélagið Skagafjörður |
551;560;565;566;570
|
5508 | Húnaþing vestra |
500;530;531
|
5601 | Áshreppur |
541
|
5602 | Sveinsstaðahreppur |
541
|
5603 | Torfalækjarhreppur |
541
|
5604 | Blönduósbær |
540;541
|
5605 | Svínavatnshreppur |
541
|
5606 | Bólstaðarhlíðarhreppur |
541;560
|
5609 | Höfðahreppur |
545
|
5611 | Skagabyggð |
541;545
|
5706 | Akrahreppur |
560
|
6150 | Húsavíkurbær |
641
|
6200 | Ólafsfjarðarbær |
625
|
6400 | Dalvíkurbyggð |
620;621
|
6501 | Grímseyjarhreppur |
611
|
6504 | Hríseyjarhreppur |
630
|
6602 | Grýtubakkahreppur |
601;610
|
6607 | Skútustaðahreppur |
660
|
6609 | Aðaldælahreppur |
641
|
6611 | Tjörneshreppur |
641
|
6612 | Þingeyjarsveit |
601;641;645;650
|
6701 | Kelduneshreppur |
671
|
6702 | Öxarfjarðarhreppur |
670;671
|
6705 | Raufarhafnarhreppur |
675
|
6706 | Svalbarðshreppur |
675;681
|
6707 | Þórshafnarhreppur |
680;681
|
7501 | Skeggjastaðahreppur |
685
|
7502 | Vopnafjarðarhreppur |
690
|
7509 | Borgarfjarðarhreppur |
720
|
7512 | Norður-Hérað |
701
|
7605 | Mjóafjarðarhreppur |
715
|
7610 | Fáskrúðsfjarðarhreppur |
750
|
7611 | Búðahreppur |
750
|
7612 | Stöðvarhreppur |
755
|
7613 | Breiðdalshreppur |
760
|
7617 | Djúpavogshreppur |
765
|
7708 | Sveitarfélagið Hornafjörður |
781;785
|
8508 | Mýrdalshreppur |
870;871
|
8509 | Skaftárhreppur |
880
|
8610 | Ásahreppur |
851
|
8613 | Rangárþing eystra |
860;861
|
8614 | Rangárþing ytra |
850;851;861
|
8709 | Gnúpverjahreppur |
801
|
8710 | Hrunamannahreppur |
845
|
8711 | Bláskógabyggð |
801;840;270
|
8720 | Skeiða- og Gnjúpverjahreppur |
801
|
Svnr. | Sveitarfélag |
Pnr.
|
0000 | Reykjavíkurborg |
101-155
|
1000 | Kópavogsbær |
200-203
|
1100 | Seltjarnarneskaupstaður |
170
|
1300 | Garðabær |
210
|
1400 | Hafnarfjarðarkaupstaður |
220;221
|
1603 | Bessastaðahreppur |
225
|
1604 | Mosfellsbær |
270
|
2000 | Reykjanesbær |
230;235;260
|
3000 | Akraneskaupstaður |
300
|
3503 | Innri-Akraneshreppur |
3011)
|
3711 | Stykkishólmsbær |
340
|
3714 | Snæfellsbær |
355;360
|
4200 | Ísafjarðarbær |
400;410
|
5200 | Sveitarfélagið Skagafjörður |
550
|
6000 | Akureyrarkaupstaður |
600;603
|
6150 | Húsavíkurbær |
640;650;6412)
|
7300 | Fjarðabyggð |
740
|
7506 | Fellahreppur |
7013)
|
7618 | Austur-Hérað |
700
|
7708 | Sveitarfélagið Hornafjörður |
780
|
8000 | Vestmannaeyjabær |
900
|
8200 | Sveitarfélagið Árborg |
800
|
8711 | Bláskógabyggð |
840
|