3. mgr. 4. gr. orðist svo:
Einn eða tveir fulltrúar sem skipaðir hafa verið af menntamálaráðherra í Kvikmyndaskoðun skulu skoða hverja kvikmynd. Forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar metur það í hverju tilviki hvort einn eða tveir skoðunarmenn skoði kvikmynd. Greini skoðunarmenn á um mat á kvikmynd getur forstöðumaður kvatt hinn þriðja til og ræður þá meirihluti skoðunarmanna.
6. gr. orðist svo:
Fyrir skoðun kvikmynda á myndböndum skulu skoðunarbeiðendur greiða gjald í ríkissjóð, kr. 9.300. Gjald þetta greiðist fyrir hverja skoðun og merkingu allt að 150 eintaka af hverri kvikmynd. Gjaldið hækkar sem nemur kr. 2,50 fyrir hvern merkimiða umfram þann fjölda.
Fyrir skoðun kvikmynda í kvikmyndahúsi skulu skoðunarbeiðendur greiða gjald í ríkissjóð, kr. 18.500. Fari skoðun fram utan venjulegs dagvinnutíma skal greiða eitt og hálft gjald fyrir skoðun og tvöfalt gjald fari skoðun fram að nóttu til eða um helgi.
Fyrir skoðun kvikmynda sem eingöngu eru til sýningar á kvikmyndahátíðum og falla ekki undir 1. og 2. mgr., skulu skoðunarbeiðendur greiða gjald í ríkissjóð, kr. 8.000. Fari skoðun fram utan venjulegs dagvinnutíma skal greiða eitt og hálft gjald fyrir skoðun og tvöfalt gjald fari skoðun fram að nóttu til eða um helgi.
Fjárhæðir skv. 1., 2. og 3. mgr. eru miðaðar við vísitölu neysluverðs í október 2001 (216,3 stig) og taka breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs í janúar, apríl, júlí og október ár hvert.
Nú hefur kvikmynd, sem dreifa skal til almennings á myndbandi, áður verið skoðuð í kvikmyndahúsi skv. 2. mgr., og þarf þá skoðunarbeiðandi ekki að greiða fyrir skoðun og skráningu kvikmyndarinnar skv. 1. mgr. Í þessum tilvikum er forstöðumanni Kvikmyndaskoðunar heimilt að meta svo að skoðun á kvikmynd í kvikmyndahúsi sé fullnægjandi og eigi þurfi að skoða kvikmynd síðar á myndbandi.
Fyrir endurmat á sýningarhæfni kvikmyndar skv. 3. mgr. 2. gr. skal ekki greiða skoðunargjald.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 4. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 47/1995, um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum, og öðlast þegar gildi.