Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um, að meiri hluta útsendingartíma sé varið ííslenskt dagskrárefni og annaðdagskrárefni frá Evrópu, sbr. 2. gr. Með útsendingartíma er í þessu sambandi átt við heildarútsendingartíma sjónvarpsstöðvaað frádregnum þeim tíma, sem varið er til frétta, íþróttaviðburða, leikja, auglýsinga, textavarpsþjónustu og fjarsölu.
Hugtakið "evrópskt efni" tekur til sjónvarpsefnis, sem upprunnið er í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins ("EES-ríkjum") eða ríkjum, sem eru aðilar að sáttmála Evrópuráðsins um sjónvarp milli landa ("sáttmálaríkjum"), sbr. 4. mgr. Efnið skal vera framleitt með þátttöku höfunda og launþega, sem búsettir eru í einu eða fleiri framangreindra ríkja. Ennfremur skal efnið uppfylla að minnsta kosti eitt eftirfarandi þriggja skilyrða:
a) | það skal vera framleitt af einum eða fleiri framleiðendum, er hafa staðfestu í einhverju framangreindra ríkja, eða |
b) | fylgst er með framleiðslunni og henni stýrt af einum eða fleiri framleiðendum, er hafa staðfestu í einhverju ríkjanna, eða |
c) | meðframleiðendur í einhverju ríkjanna standa undir meiri hluta heildarkostnaðar við sameiginlega framleiðslu efnis og hinu sameiginlega framleiðsluverkefni er ekki stýrt af einum framleiðanda eða fleirum, er hafa staðfestu utan framangreindra ríkja. |
Hugtakið evrópskt efni nær einnig til efnis, sem upprunnið er í Evrópuríkjum öðrum en EES-ríkjum og sáttmálaríkjum, enda sé eftirgreindum skilyrðum fullnægt:
a) | efnið sé aðallega framleitt með þátttöku höfunda eða launþega, sem búsettir eru í einu Evrópuríki eða fleirum, |
b) | efnið sé að öllu leyti framleitt með þátttöku eða í samvinnu við framleiðendur, sem staðfestu hafa í einu eða fleirum EES-ríkjum, eða |
c) | efnið sé framleitt af framleiðendum, er hafa staðfestu í öðrum Evrópuríkjum, enda hafi viðkomandi EES-ríki gert samning á sviði hljóð- og myndmiðlunar við það eða þau Evrópuríki, sem um er að tefla. |