1. gr.
4. grein orðist svo:
Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva úthlutar úr sjóðnum a.m.k. einu sinni á ári. Skal auglýst með venjulegum hætti eftir umsóknum. Stjórnin lætur gera sérstök eyðublöð fyrir umsóknir um framlög úr sjóðnum. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um áætlaðan kostnað og tímasetningar varðandi gerð eða kaup á þeirri dagskrá sem sótt er um framlög til. Að öðru leyti ákveður sjóðsstjórn og tiltekur í auglýsingu hvaða upplýsingar skulu fylgja umsókn.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 15. ágúst 1995.
Björn Bjarnason.