REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 210/1993 um Lánasjóð íslenskra námsmanna
með áorðnum breytingum.
1. gr.
21. gr. orðist svo:
Föst ársgreiðsla.
Árleg endurgreiðsla af skuldabréfi ákvarðast í tvennu lagi, fasta ársgreiðslu og viðbótargreiðslu.
Gjalddagi föstu ársgreiðslunnar er að jafnaði 1. mars ár hvert. Ef námslok eru á fyrri hluta árs, þ.e. 1. janúar til 30. júní, er gjalddagi fyrstu föstu ársgreiðslunnar 30. júní tveimur árum eftir námslok. Séu námslok á síðari hluta árs, þ.e. 1. júlí til 31. desember, er gjalddagi fyrstu föstu ársgreiðslunnar 1. mars á þriðja ári frá námslokum. Gjalddagi viðbótargreiðslunnar, sbr. 22. gr., er í öllum tilvikum 1. september.
Fjárhæð föstu ársgreiðslunnar er kr. 48.000 miðað við lánskjaravísitölu 3198 nema eftirstöðvar lánsins ásamt verðbótum séu lægri en því nemur, en þá ber lánþega að greiða lán sitt að fullu á fyrrnefndum gjalddaga. Krónutala fastrar ársgreiðslu breytist á hverju ári miðað við lánskjaravísitölu í janúar.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytinu, 27. maí 1997.
Björn Bjarnason.
Árni Gunnarsson.