1. gr.
1. mgr. 15. gr. orðist svo:
Menntamálaráðherra skipar skólanefnd við hvern framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefndum skulu sitja sjö menn: Tveir fulltrúar starfsmanna kosnir á fundi allra starfsmanna skólans, einn fulltrúi kosinn af nemendum skólans, þrír fulltrúar ar tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarfélagi eða samtökum sveitarfélaga í viðkomandi landshluta og einn fulltrúa skipar ráðherra án tilnefningar. Fulltrúi nemenda skal þó kosinn til eins árs. Varamenn skulu valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til tveggja ára í senn, en fulltrúi ráðuneytisins kallar nýja nefnd saman til fyrsta fundar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 40. gr. laga um framhaldsskóla nr. 57/ 1988 sbr. lög nr. 107/1988, lög nr. 74/1989 og lög nr. 81/1993 og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 11. febrúar 1994.
Ólafur G. Einarsson.
Guðríður Sigurðardóttir.