Menntamálaráðuneyti

537/1975

Reglugerð um Raunvísindastofnun Háskólans - Brottfallin

REGLUGERÐ

um Raunvísindastofnun Háskólans.

 

1. gr.

Heiti stofnunarinnar og tengsl hennar við Háskóla íslands.

Stofnunin heitir Raunvísindastofnun Háskólans og heyrir undir verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Fjallar deildarráð um málefni stofnunarinnar, eins og nánar er kveðið á um í reglugerð þessari, en sé um almenn háskólamál að ræða, fjallar háskólaráð um þau.

 

2. gr.

Starfssvið.

Aðalstarf stofnunarinnar er undirstöðurannsóknir í raunvísindum, sbr. 3. gr. Auk þess skal stofnunin hafa samvinnu við verkfræði- og raunvísindadeild um há­skólakennslu í raunvísindagreinum og annast eftir föngum sérfræðiaðstoð og fræðslu­starfsemi samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Ráðning sérfræðinga skal vera til rannsóknarstarfa. Kennsla þeirra við háskólann skal háð samkomulagi milli deildar­ráðs og stjórnar stofnunarinnar, og skal þá m. a. ákveðið, hvort kennslan skuli teljast hluti of starfsskyldu viðkomandi sérfræðings. Stofnunin er rannsóknarvettvangur þeirra fastráðinna kennara í verkfræði- og raunvísindadeild, sem ráðnir eru til kennslu og rannsóknarstarfa á sviðum stofnunarinnar, nema annað þyki betur henta, sbr. ákvæði háskólalaga um starfsaðstöðu háskólakennara.

 

3. gr.

Rannsóknarstofur.

Stofnunin skiptist fyrst um sinn í fimm rannsóknarstofur:

1. Eðlisfræðistofa.

2. Efnafræðistofa.

3. Jarðvísindastofa.

4. Reiknifræðistofa.

5. Stærðfræðistofa.

Rannsóknarstofurnar hafa sameiginlega skrifstofu. Stjórn stofnunarinnar er heimilt með samþykki menntamálaráðuneytisins að skipta rannsóknarstofum f deildir.

 

4. gr.

Flokkun starfsliðs og hæfniskröfur.

A.     Forstöðumenn skulu valdir úr hópi prófessora, dósenta, deildarstjóra og fast­ráðinna sérfræðinga, sem náð hafa mjög góðum árangri við vísindarannsóknir og sýnt hafa forystu- og skipulagshæfileika.

B.     Deildarstjórar skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst þrjú ár við rannsóknir og sýnt hæfileika til sjálfstæðra, vísinda­legra rannsókna og náð þar góðum árangri og sýnt góða skipulagshæfileika.

C.     Fastráðnir kennarar í verkfræði- og raunvísindadeild, sem starfa við stofnunina. Deildarráð verkfræði- og raunvísindadeildar ákveður að höfðu samráði við stjórn stofnunarinnar, hverju fastráðinna kennara deildarinnar verði starfsmenn stofn­unarinnar.

D.     Fastráðnir sérfræðingar skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskóla­námi og starfað minnst þrjú ár við rannsóknir og sýnt hæfileika til sjálfstæðra, vísindalegra rannsókna.

E.      Sérfræðingar ráðnir til sjálfstæðra rannsókna til takmarkaðs tíma, allt að þremur árum, skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir.

F.      Háskólamenntaðir starfsmenn ráðnir til rannsókna og sérfræðiþjónustu undir handleiðslu deildarstjóra eða forstöðumanns. Þeir skulu hafa lokið háskólaprófi, er svari a. m. k. til B. S: prófs.

G.     Annað starfslið, þ. á m. tæknimenntaðir starfsmenn, aðstoðarmenn við Tann­sóknarstörf og starfslið á skrifstofu.

Stjórn stofnunarinnar er heimilt að veita einstaklingum starfsaðstöðu um tak­markaðan tíma.

 

5. gr.

Forstöðumenn.

Fyrir hverri rannsóknarstofu skal vera forstöðumaður, kjörinn of deildarráði verkfræði- og raunvísindadeildar til fjögurra ára í senn. Deildarráð leitar skriflegra tillagna frá starfsmönnum viðkomandi stofu í flokki A-F, sem starfað hafa við stofnunina 1 ár eða lengur.

Forstöðumaður tilnefnir með samþykki stjórnar stofnunarinnar varamann sinn úr hópi starfsmanna stofunnar.

Forstöðumaður hefur á hendi stjórn vísindalegra rannsókna og annast daglegan rekstur stofunnar, þ, á m. eftirlit með starfsmönnum stofunnar og fjármálum hennar. Ef ágreiningur rís milli forstöðumanns og starfsmanns rannsóknarstofu, skal leita úrskurðar stjórnar. Forstöðumaður efnir til reglulegra funda með starfsmönnum stofunnar.

Fyrir forstöðustarfið skal koma sérstök þóknun samkvæmt ákvörðun ráðherra.   Forstöðumanni reiknifræðistofu til ráðuneytis skulu vera þrír menn, tilnefndir til eins árs í senn. Skal einn þeirra tilnefndur of háskólaráði úr hópi fastra kennara annarra háskóladeilda en verkfræði- og raunvísindadeildar, annar tilnefndur af deild­arráði verkfræði- og raunvísindadeildar úr hópi fastra kennara deildarinnar og hinn þriðji of menntamálaráðuneytinu fyrir aðila utan háskólans, sem notfæra sér rafreikni­þjónustu reiknifræðistofunnar. Skulu þeir koma saman til fundar ásamt forstöðu­ manni eigi sjaldnar en ársfjórðungslega til að ræða notkunarsvið og verkefni raf­reiknis reiknifræðistofunnar. Þá skulu þeir og gera tillögur um breytingar á gjald­skrá fyrir rafreikniþjónustu stofunnar. Heimilt er háskólaráði að tilnefna tvo menn til viðbótar forstöðumanni til ráðuneytis.

 

6. gr.

Stjórn.

            Stjórn stofnunarinnar skipa forstöðumenn rannsóknarstofa, einn maður kjörinn til fjögurra ára of deildarráði verkfræði- og raunvísindadeildar og einn fulltrúi kosinn, ásamt varamanni, til eins árs í senn, á almennum fundi allra starfsmanna f flokkum A-G, sbr. 4. gr. Stjórnarmaður sá, sem kjörinn er of deildarráði er formaður stjórnar­innar og skal harm vera prófessor eða dósent við deildina á einhverju of sviðum stofnunarinnar, deildarstjóri eða fastráðinn sérfræðingur við stofnunina. Deildarráð leitar skriflegra tillagna frá starfsmönnum stofnunarinnar i flokkum A-F, sem starfað hafa við stofnunina 1 ár eða lengur. Fulltrúi starfsmanna skal hafa starfað samfleytt a. m. k,. eitt ár við stofnunina. Skipti í stjórninni fara fram í upphafi háskóla­árs. Varamenn taka sæti í stjórn í forföllum aðalmanna.

Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann til fjögurra ára í senn, eftir að ný stjórn kemur saman.

Stjórnin fjallar um öll sameiginleg málefni rannsóknarstofa, samþykkir rekstrar­áætlanir stofanna, tillögur um fjárveitingar og skiptingu þeirra milli stofa, og stað­festir reikningsyfirlit liðins árs. Stjórnin markar stofnuninni stefnu í rannsóknum, hvað snertir val meiri háttar verkefna. Hún skipuleggur samstarf stofanna eftir ástæð­um og tekur ákvörðun um sameiginleg rannsóknarverkefni. Stjórnin efnir til sam­eiginlegra funda sérfræðinga til kynningar og umræðna um nýjungar. Tvisvar á ári kallar hún saman fund með öllu starfsliði stofnunarinnar til að ræða starfsemina. Stjórnin sker úr vafaatriðum um skiptingu verkefna milli rannsóknarstofa.

Stjórnin fjallar um ráðningu starfsliðs að stofnuninni. Sé rannsóknarstofu skipt í deildir skal stjórnin tilnefna deildarstjóra.

Nú verða atkvæði jöfn á stjórnarfundi og ræður þá atkvæði formanns. Fundargerðir stjórnar skulu liggja frammi á skrifstofu stofnunarinnar og fundar­samþykktir kynntar starfsmönnum stofnunarinnar og deildarráði verkfræði- og raun­vísindadeildar.

Formaður stjórnarinnar kemur fram fyrir stofnunina í heild og er málsvari stjórnarinnar og fulltrúi hennar innan stofnunarinnar og utan. Hann hefur eftirlit með framkvæmd á. Ákvörðunum stjórnarinnar og boðar stjórnarfundi með dagskrá. Skylt er að halda stjórnarfund um tiltekin mál, ef tveir eða fleiri stjórnarmenn óska þess.

Fulltrúi starfsmanna í stjórn skal fá sérstaka þóknun fyrir stjórnarstarf, sam­kvæmt ákvörðun ráðherra.

Ráðherra ákveður þóknun formanns.

 

7. gr.

Framkvæmdastjóri.

Framkvæmdastjóri annast almennan rekstur stofnunarinnar, og skal fram­kvæmdastjórnin vera aðalstarf hans. Æskilegt er, að kann hafi lokið háskólaprófi eða hafi jafngildan undirbúning náms og starfsreynslu. Framkvæmdastjóri sér um framkvæmd þeirra mála, sem stjórnin felur honum, og hefur umsjón með allri starf­semi, sem heyrir ekki undir einstakar rannsóknarstofur. Hann sér um ráðningu laus­ráðins aðstoðarfólks, svo sem stúdenta, í samráði við forstöðumenn og í samræmi við fjárveitingu.

Framkvæmdastjóri er ritari stjórnar og sér um útgáfu árlegrar skýrslu stofn­unarinnar.

Stjórnin setur framkvæmdastjóra erindisbréf, sem ráðherra staðfestir, þar sem nánar er kveðið á um verksvið hans.

Framkvæmdastjóri er ábyrgur gagnvart stjórn og stjórnarformanni í starfi sínu.

 

8. gr.

Fjármál.

Stofnunin hefur sjálfstætt fjárhald og ber sjálfstæða fjárábyrgð. Fjárlagatil­lögur stofnunarinnar skulu kynntar forseta verkfræði- og raunvísindadeildar og há­skólarektor, bæði á undirbúningsstigi og í lokagerð.

Rekstur stofnunarinnar er kostaður of ríkisfé, samkvæmt því, sem veitt er í fjárlögum hverju sinni', og eigin tekjum hennar.

Gjaldskrá rafreikniþjónustu reiknifræðistofu skal lögð fram árlega með fjárlaga­tillögum stofnunarinnar og auglýst.

Ársreikningar stofnunarinnar skulu sendir ríkisendurskoðun til endurskoðunar ásamt fylgiskjölum. Samrit reikninganna sendist háskólarektor og menntamálaráðu­neytinu. Endurskoðaðir reikningar skulu birtir í ársskýrslu stofnunarinnar.

 

9. gr.

Ráðningar.

Ráðherra ræður fastráðið starfslið að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar. Ráðherra getur falið stjórn stofnunarinnar og framkvæmdastjóra ráðstöfun starfa til eins árs eða skemmri tíma, enda sé fjárveiting fyrir hendi.

 

10. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 9. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla Íslands, sbr. háskólareglugerð nr. 76/1958, 87. gr.

Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 1.976, og fellur þá jafnframt úr gildi reglugerð nr. 4/1971, um Raunvísindastofnun Háskólans, ásamt breytingu samkvæmt reglu­gerð nr. 255/1971.

 

Menntamálaráðuneytið, 22. desember 1975.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

Birgir Thorlacius.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica