1. gr.
2. mgr. 10. gr. orðist svo:
Í leikritavalsnefnd skulu sitja: einn fulltrúi kjörinn af þjóðleikhúsráði, einn kjörinn af fastráðnum leikurum hússins úr þeirra hópi og einn leikstjóri starfandi innan stofnunarinnar, kjörinn af fastráðnum leikstjórum, leikmyndateiknurum og leikurum. Fulltrúar og varamenn þeirra í leikritavalsnefnd skulu kjörnir til tveggja ára í senn.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 20. gr. laga nr. 58 12. maí 1978 um Þjóðleikhús og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 16. janúar 1984.
Ragnhildur Helgadóttir.
Sólveig Ólafsdóttir.