1. gr.
6. gr. 4. málsgr., orðist svo:
Sérgreinadeildir eru byggingadeild, rafmagnsdeild, véladeild, rekstrardeild og heilbrigðisdeild. Í heilbrigðisdeild eru tvær námsbrautir (sbr. 7. gr.), önnur í meinatækni en hin í röntgentækni.
2. gr.
8. gr., 5. málsgr., orðist svo:
Um bókleg og verkleg inngönguskilyrði í aðrar námsbrautir fer eftir námsskrá eða öðrum sérstökum reglum sem menntamálaráðuneytið staðfestir að fengnum tillögum skólanefndar eða námsbrautarnefndar, sbr. 24. gr.
3. gr.
Við 13. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Námsvísi skal leggja fyrir menntamálaráðuneytið til staðfestingar að lokinni umfjöllun skólanefndar eða námsbrautarnefndar, sbr. 24. gr.
4. gr.
Við 24. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Við hvora námsbraut heilbrigðisdeildar starfar námsbrautarnefnd, sem menntamálaráðuneytið skipar til fjögurra ára í senn, og er hún rektor og deildarstjóra til ráðuneytis um málefni er varða viðkomandi námsbraut. Í námsbrautarnefnd meinatæknabrautar skal auk rektors og deildarstjóra eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur of hverri eftirtalinna stofnana: Borgarspítalanum í Reykjavik, Landspítalanum og Rannsóknastofu Háskólans, svo og fulltrúi tilnefndur of Meinatæknifélagi Íslands. Í námsbrautarnefnd röntgentæknabrautar skal auk rektors og deildarstjóra eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur of Borgarspítalanum í Reykjavik og annar tilnefndur of Landspítalanum, svo og fulltrúi tilnefndur of Röntgentæknafélagi Íslands. Rektor stýrir fundum námsbrautarnefnda.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 66/1977, um Tækniskóla Íslands og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 28. apríl 1986.
Sverrir Hermannsson.
Árni Gunnarsson.