Menntamálaráðuneyti

149/1977

Reglugerð um dagvistarheimili fyrir börn - Brottfallin

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

       Samkvæmt lögum nr. 112/1976 um byggingu og rekstur dagvistarheimila fyrir börn leggur ríkið fram fé samkvæmt fjárveitingu hverju sinni til þess að reisa dagvistarheimili fyrir börn í því skyni að búa þeim góð uppeldisskilyrði, er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra.

       Sveitarfélög leggja fram fé til rekstrar dagvistarheimila.

 

2. gr.

       Aðilar, er njóta ríkisframlags til byggingar dagvistarheimila og rekstrarstyrks úr sveitarsjóði samkvæmt 3. gr. laga nr. 112/1976 eru: sveitarfélög og áhugafélög, svo og húsfélög í fjölbýlishúsum, starfsmannafélög og aðrir þeir aðilar, sem reka vilja dagvistarheimili í samræmi við markmið laganna, en þau taka ekki til dagvistar á einkaheimilum og eigi heldur til húsnæðis, sem ekki uppfyllir lágmarkskröfur um aðbúnað, samkvæmt lögunum og reglugerð þessari. Hið sama gildir, ef reglum um starfsmannahald er eigi fullnægt.

 

3. gr.

       Þegar aðili, samkvæmt 3. gr. laga nr. 112/1976, óskar að njóta styrks úr ríkissjóði til að reisa og/eða leyfis til að reka dagvistarheimili fyrir börn skal hann senda beiðni sína á sérstöku umsóknareyðublaði menntamálaráðuneytisins. Með umsókn þessari skulu fylgja þau gögn, sem tilgreind eru í II. og III. kafla þessarar reglugerðar.

 

II. KAFLI

Um stofnkostnað dagvistarheimilis.

4. gr.

Aðili, sem hyggst setja á stofn dagvistarheimili og óskar að njóta styrks úr ríkissjóði, samkvæmt lögum nr. 112/197G, skal með umsókn sinni senda þau gögn, sem við eiga og tilgreind eru hér á eftir:

 

A.   Nýbygging:

1.       Áætlun um starfsemi heimilisins og upplýsingar um rekstraraðila.

2.       Uppdrátt er sýni staðsetningu heimilis og stærð lóðar.

3.       Áætlun um fjölda barna og aldur þeirra og um fjölda starfsfólks.

4.       Áætlun um byggingarkostnað og byggingartíma.

 

B.   Kaup á húsnæði

1.       Áætlun um starfsenti heimilisins og upplýsingar um rekstraraðila.

2.       Uppdrátt er sýni staðsetningu heimilisins og stærð lóðar.

3.       Áætlun um fjölda barna og aldur þeirra og um fjölda starfsfólks.

4.       Málsetta teikningu af viðkomandi húsnæði og; væntanlegu leiksvæði.

5.       Upplýsingar um kaupverð og greiðsluskilmála og áætlun um kostnað vegna væntanlegra breytinga og innréttingar húsnæðis og frágang á leiksvæði. Upplýsingar um lóðarréttindi.

 

C. Leiguhúsnæði:

       Sömu gögn og talin eru í lið 13 hér að framan, nema hvað upplýsingar um leigutíma og leigukjör komi í stað upplýsinga um kaupverð og greiðsluskilmála.

 

D. Viðbygging eða breyting:

            Ef um er að ræða verulega breytingu eða viðbyggingu við dagvistarheimili, skal senda sömu gögn sem um nýbyggingu væri að ræða.

 

E.   Ef um aðra aðila er að ræða en sveitarfélagið, skal umsögn sveitarstjórnar fylgja umsókn.

 

5. gr.

       Menntamálaráðuneytið lætur athuga umsóknir um styrki til stofnkostnaðar og gögn þau, sem fylgja, með sérstöku tilliti til þeirrar starfsemi, sem fram á að fara í húsnæðinu. Að lokinni athugun tilkynnir ráðuneytið, hvort það hafi fallist á umsóknina.

       Ef ráðuneytið getur ekki fallist á umsókn, skal það tilkynnt aðila, og skal í synjun ráðuneytisins tekið fram, hvort hafnað sé í heild hugmyndum um téð heimili eða hvort synjun stafi af því að frumathugun sé áfátt, þannig að bæta megi úr og skal bent á, hverju sé áfátt.

       Allar beiðnir um þátttöku ríkisins í stofnkostnaði skulu berast ráðuneytinu fyrir 1. júní ár hvert.

Þegar ráðuneytið hefur samþykkt slíka umsókn sæki það til Alþingis um að fé til stofnkostnaðarins verði veitt í fjárlögum í samræmi við gildandi reglur um þátttöku ríkisins í stofnkostnaði dagvistarheimila.

 

6. gr.

       Ríkisjóður greiðir stofnkostnað fullbúins dagvistarheimilis að hálfu og skal þessi kostnaður greiðast á fjórum árum, en þó þannig, að kostnaðarhluti byggingaraðilans sé eigi minni en framlag ríkisins hverju sinni. Í lok hvers árs, sem byggingarframkvæmdir standa yfir, skal aðili leggja fram endurskoðaða reikninga um greiddan kostnað og skal þetta uppgjör lagt til grundvallar framlagi ríkisins í stofnkostnaði, þangað til ráðuneytið hefur látið gera norm um stofnkostnað dagvistarheimila. Eftir það greiðist stofnkostnaður í samræmi við normin.

 

7. gr.

       Eigi má hefja framkvæmdir fyrr en fé hefur verið veitt í fjárlögum og fyrir liggur skriflegt samþykki menntamálaráðuneytisins. Ef hafnar eru framkvæmdir án samþykkis ráðuneytisins, verður stofnkostnaður ríkissjóði óviðkomandi.

       Hafi sveitarfélög tvö eða fleiri dagvistarheimili í smiðum samtímis, skal heimilt að greiða framlög ríkissjóðs miðað við heildarkostnað, án viðmiðunar við framkvæmdastig einstakra heimila. Framlag ríkisins skal greitt á ákveðnum gjalddögum, sem tilgreindir skulu í samningi milli ríkis og byggingaraðila.

 

8. gr.

       Eftir að ráðuneytið hefur fallist á umsókn sveitarstjórnar eða annars aðila, er óskar að stofna dagvistarheimili, skal framkvæmdaaðili afla sér teikninga og ráða sérfræðinga til að annast undirbúningsvinnu.

 

       Til undirbúnings telst m.a.:

1.       Staðfest skilríki, um að uppmælt og afmarkað landrými samkvæmt normum sé fyrir hendi kvaðalaust.

2.       Uppdráttur að lóð, þar sem færðar séu inn hæðarlínur - mælikvarði 1:500.

3.       Uppdrættir að fyrirhuguðu mannvirki í mælikvarða 1:100 (bygginganefndarteikningar). Á teikningar skal rita flatarmál herbergja og til hverra nota þau eru ætluð.

4.       Séruppdrættir að því, sem ráðuneytið kann að áskilja sér.

5.       Samþykkt teikninga í bygginganefnd viðkomandi sveitarfélags.

6.       Tíma- og greiðsluáætlun um framkvæmd verksins í samræmi við samþykkta kostnaðaráætlun og yfirlýsing frá sveitarstjórn eða byggingaraðila um að tryggð verði þau fjárframlög, sem um er að ræða frá öðrum en ríkissjóði.

       Er frumteikningar að dagvistarheimili liggja fyrir, skal fulltrúi ráðuneytisins hafa möguleika á að gera athugasemdir við teikningar áður en fullnaðarteikningar eru unnar. Enn fremur skal fulltrúi ráðuneytisins hafa frjálsan aðgang að dagvistarheimili, sem er í smiðum og styrkt er úr ríkissjóði. Hann skal enn fremur sjá um að gerð sé úttekt á mannvirkinu, er því er lokið.

 

9. gr.

       Þegar ráðuneytið hefur gengið úr skugga um, að undirbúningur sé fullnægjandi samkvæmt framansögðu, og fjárframlög tryggð, sér það um að gerður verði samningur milli þess og viðkomandi byggingaraðila um greiðslur, samkvæmt 6. gr. laga nr. 112/1976, og heimilar að hafinn verði tæknilegur undirbúningur.

       Ekki má breyta samþykktum uppdráttum án samþykkis menntamálaráðuneytisins.

       Óheimilt er að hefja verklegar framkvæmdir né gera bindandi samninga við verksala, fyrr en nauðsynlegum tæknilegum og fjármálalegum undirbúningi svo og samningum samkvæmt framanskráðu er lokið.

 

       Til tæknilegs og fjármálalegs undirbúnings telst:

1.       Vinnuteikningar í mælikvarða 1:50, svo og sérteikningar í stærri mælikvarða eftir því, sem þörf krefur.

2.       Afstöðumynd í mælikvarða 1:500 með hæðarlínum og áttum, bílastæðum o.fl.

3.       Teikningar að leiksvæði i mælikvarða 1 :100 með hæðarlínum og fyrirhuguðum leiktækjum.

4.       Nákvæm útboðs- og verklýsing, efnisá ætlun og tímaáætlun gerð og sundurliðuð á sérstakt eyðublað.

5.       Tíma- og greiðsluáætlun sbr. 6. lið 8. gr. reglugerðarinnar.

6.       Afrit af samþykki viðkomandi eldvarnareftirlits og heilbrigðisnefndar.

 

10. gr.

       Ríkissjóður greiðir 50% áætlaðs stofnkostnaðar fullbúins dagvistarheimilis, sem fullnægt hefur þeim skilyrðum, sem greint er frá í lögum nr. 112/1976 og reglugerð þessari.

 

Til stofnkostnaðar telst auk húsnæðis:

a)      innanstokksmunir

b)      leiktæki og ýmisleg áhöld, sem börnin nota í leikjum sínum og starfi

c)      hljómburðartæki, nýsitæki og hljóðfæri af einfaldari gerðum.

d)      frágangur á lóð og leiktæki þar.

       Eigi síðar en mánuði áður en rekstur hefst, skal rekstraraðili ganga frá skrá um muni, sem falla undir liði a-d.

       Ef sveitarfélag mælir með stofnun dagvistarheimilis eða er sjálft byggingaraðili, skal það á sinn kostnað leggja til lóð handa stofnuninni.

       Heimilt er að verja allt að 1% af áætluðum stofnkostnaði til listskreytinga dagvistarheimila, samkvæmt samkomulagi ráðuneytisins og annarra eignaraðila.

 

11. gr.

       Kostnaðaráætlun dagvistarheimilis skal miða við byggingarvísitölu á þeim tíma, sem kostnaðaráætlun er staðfest. Um leiðréttingu kostnaðaráætlunar og greiðslusamnings gilda sömu ákvæði og um skólamannvirki.

 

12. gr.

       Menntamálaráðuneytinu er heimilt að fresta greiðslu fjárveitingar að einhverju eða öllu leyti til byggingar þeirra dagvistarheimila, sem fyrirsjáanlegt er, að hvorki er hægt að ljúka að fullu né nothæfum áfanga með þeim; fjárveitingum í fjárlögum, sem veittar eru, og fjárframlögum sveitarfélaga eða byggingaraðila. Beitir menntamálaráðuneytið sér fyrir því, að slíkar fjárveitingar verði geymdar í ríkissjóði, en jafnframt er þá heimilt að veita lán af þeim til þess að hraða byggingu þeirra heimila, sem unnið er að, til þess að ljúka þeim sem fyrst.

 

13. gr.

       Ríkissjóður skal að jafnaði greiða sinn hluta af stofnkostnaði á næstu fjórum árum, eftir að fyrsta fjárveiting til framkvæmdarinnar hefur verið samþykkt.

       Ríkisframlagið er þó bundið því skilyrði, að byggingaraðili hafi hverju sinni greitt eigi lægri fjárhæð á móti.

 

14. gr.

       Sé dagheimili skipt í deildir, skal fjöldi barna í hverri deild eigi vera meiri en hér segir og er þá miðað við það, að tveir starfsmenn séu á deild:

       Í deild fyrir 3ja-12 mánaða aldur, 6 börn.

       Í deild fyrir 1-2ja ára aldur, 10 börn.

       Í deild fyrir 2-3ja ára aldur, 14 börn.

       Í deild fyrir 3-4ra ára aldur, 17 börn.

       Í deild fyrir 3-6 ára aldur, 20 börn.

 

       Sé um að ræða blandaða aldursflokka, skal hámarksfjöldi í hópi vera sem hér segir:

       Hópar með 3ja mánaða til 6 ára, 15 börn.

       Hópar með 3ja mánaða til 12 ára, 16 börn.

       Hópar með 2ja til 6 ára, 17 börn.

 

       Fjölda starfsliðs í blönduðum aldurshópum, skal meta hverju sinni miðað við aldursskiptinguna.

       Á skóladagheimili fyrir 6--12 ára börn, 20 börn.

       Í leikskólum skal barnafjöldi vera sem hér segir, ef skipt er eftir aldri:

       Í 2ja ára deild, 14 börn.

       Í 3ja ára deild, 20 börn.

       Í 4-6 ára deild, 22 börn.

       Þegar um blandaða aldurshópa er að ræða í leikskólum, skal barnafjöldi í hópi vera hliðstæður því sem hér segir hér að framan.

       Raskist aldursskipting af óviðráðanlegum ástæðum, eru frávilt heimil frá því sem að framan greinir.

       Ef afbrigðileg börn eru vistuð á dagvistarheimili, er heimilt með samþykki rekstraraðila að fækka um börn í deild, en meta skal slíkt í hve,ju tilviki.

 

15. gr.

       Með heildargólfrými er hér átt við innanmál, þ.e. stærð innan útveggja, og skilrúm reiknast ekki með í stærðarmálinu.

       Hámarksstærð dagheimilis og skóladagheimilis, þar sem ríkið greiðir 50% af stofnkostnaði, skal svara til þess að í heildargólfrými komi 10 m2 á hvert barn, sem heimilið er ætlað fyrir og 52 m í leikskólum.

            Heildarleikrými gólfflatar skal vera að jafnaði a. m. k.:

       a) dagheimili 3.5 m2 á hvert barn

       b) leikskóli 2.0 m2 á hvert barn.

       Útileiksvæði skal eigi vera minna en 20 m2 á hvert barn. Heimilt er að vík,ja frá þessu ákvæði með samþykki ráðuneytisins, ef aðstæður eru þannig að ástæða þyki til.

 

III. KAFLI

Um rekstrarkostnað.

16. gr.

       Þegar hafinn er rekstur á dagvistarheimili og óskað er eftir styrk úr sveitarsjóði til rekstrarins, samkvæmt lögum nr. 112/1976, skal aðili senda sveitarstjórn um það beiðni. Með þessari beiðni skal senda eftirfarandi upplýsingar.

1.        Áætlun um starfsemi heimilisins og upplýsingar um rekstraraðila.

2.        Uppdrátt, er sýni staðsetningu heimilisins og stærð lóðar.

3.        Áætlun um fjölda barna og aldur þeirra, fjölda starfsfólks, menntun þess og starfsskiptingu.

 

17. gr.

       Þegar ráðuneytið hefur samþykkt leyfi til rekstrar dagvistarheimilis, skal ákveðinn daglegur starfstími heimilisins. Dvelji barn lengur en 5 stundir samfellt á dagvistarheimili, ber rekstraraðila skylda til að láta börnin fá heita máltíð.

 

18. gr.

       Af rekstrarkostnaði greiðir sveitarfélag sem hér segir:

1.    Til dagheimila og skóladagheimila allt að 60%.

2.    Til leikskóla allt að 40%.

       Heimilt er að greiða allt að helmingi af áætluðum rekstrarstyrk fyrirfram.

 

       Til rekstrarkostnaðar telst:

1.    Laun starfsfólks. 2. Launatengd gjöld.

3.    Matvæli fyrir vistbörn.

4.    Rafmagns- og hitunarkostnaður. 5. Hreinlætisvörur og ræsting.

6.    Viðhald húsa, lóðar, húsbúnaðar, leiktækja og leikfanga.

7.    Sími, tryggingargjöld, heilsugæsla og ýmsir ótaldir smáir rekstrarliðir.

 

19. gr.

       Rekstraraðili hvers dagvistarheimilis skal láta halda nákvæma skrá yfir dvalardaga, aldursskiptingu og fjölda á deild á heimilinu og skal skýrsla um nýtingu þess og kostnað á dvalardag send ráðuneytinu ásamt endurskoðuðum rekstrarreikningi. ,

 

IV. KAFLI

Endurgreiðslur á ríkisframlagi vegna þess að rekstur hættir.

20. gr.

       Þegar rekstraraðili ákveður að hætta rekstri dagvistarheimilis, sem byggt eða keypt hefur verið með styrk úr ríkissjóði, samkvæmt lögum nr. 112/1976, og óskar að taka húsnæðið til annarra nota skal kveðja til sérstaka matsmenn, sem meta skulu eign ríkisins á viðkomandi byggingu og skal rekstraraðili sem,ja við ríkið um endurgreiðslu samkvæmt þessu mati.

       Ríkið áskilur sér þó rétt til að ráðstafa viðkomandi húsnæði til annars rekstraraðila. Þó tekur þetta ákvæði ekki til sveitarfélaga.

 

21. gr.

       Þegar breytt er um rekstrarform dagvistarheimilis, sem hlotið hefur styrk til stofnkostnaðar frá ríkinu, fellur skuldbinding ríkisins við rekstraraðila niður og endurkröfuréttur vegna eignarhluta ríkisins tekur gildi, ef eignarrýrnun er samfara breytingunni.

       Sérstaklega skal sem:ja við ríkið um rekstraraðild að nýjum rekstri svo og að stofnkostnaði, ef um hann er að ræða.

 

V. KAFLI

Heilsuvernd.

22. gr.

       Læknar skulu hafa eftirlit með heilsufari barna á dagvistarheimilum, og skal læknir koma a.m.k. einu sinni í mánuði á hvert dagheimili.

       Dagvistarheimili skulu njóta þjónustu sálfræðings og ráðgjafaþjónustu eftir því sem við verður komið. Tengja skal þessa þjónustu við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla og félagsmálastofnana, eftir því sem við á í hverju sveitarfélagi.

       Um eftirlit með heilsufari starfsfólks skal farið samkvæmt ákvæðum í heilbrigðisreglugerð.

 

23. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 112/1976, um dagvistarheimili fyrir börn, og öðlast þegar gildi.

 

Í menntamálaráðuneytinu, 28.janúar 1977.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

Birgir Thorlacius.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica