Menntamálaráðuneyti

360/1987

Reglugerð fyrir Félagsmiðstöð Selfoss - Brottfallin

1. gr.

Félagsmiðstöðin er staðsett í húsnæði GSS og heitir Félagsmiðstöð Selfoss.

 

2. gr.

Starfræksla félagsmiðstöðvarinnar er á ábyrgð bæjarstjórnar Selfoss en er falin húsnefnd og íþrótta- og tómstundaráði eftir því sem segir nánar í reglugerð þessari.

 

3. gr.

Hlutverk húsnefndar skal vera:

I.    a)  að hafa eftirlit með húsnæði Félagsmiðstöðvar Selfoss

b)    að hafa samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð um gerð fjárhagsáætlunar.

Hlutverk íþrótta- og tómstundaráðs skal vera:

II.   a)  að setja reglur um umgengni í félagsmiðstöðinni, í samráði við húsnefnd

       b)  að raða niður afnotum af félagsmiðstöðinni, í samráði við húsnefnd

       c)  að gera tillögur um ráðningu starfsfólks og setja því starfsreglur

       d)  að gera árlega fjárhagsáætlun um rekstur félagsmiðstöðvar, viðhald hennar og endurbætur, kaup áhalda og tækja og viðhald þeirra.  Fjárhagsáætlun skal skila það snemma að hún liggi fyrir þegar unnið er að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs

       e)  að fylgjast vandlega með kostnaði við rekstur félagsmiðstöðvar og gæta þess að rekstri sé hagað í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Íþrótta- og tómstundaráð, húsnefnd og umsjónarmaður skulu gæta þess við skipulagningu að nýting hússins verði sem best og samfelldust.

 

4. gr.

Fjárreiður og reikningshald Félagsmiðstöðvar Selfoss hvort sem er vegna framkvæmda eða rekstrar fer fram á skrifstofu Selfosskaupstaðar. Reikningar verða því aðeins greiddir að umsjónarmaður hafi samþykkt þá og vistað.

 

5. gr.

Reglugerð þessi sem samþykkt er þann 28. janúar 1987 af bæjarstjórn Selfoss er sett samkvæmt 29. gr. grunnskólalaga nr. 63/1974 og reglugerð um félagsstörf og félagsmálafræðslu í grunnskóla nr. 433/1977.

 

Menntamálaráðuneytið, 16. júlí 1987.

 

Birgir Ísl. Gunnarsson.

Knútur Hallsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica