1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.
Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Framhaldsskóla er heimilt að veita nemendum sem eiga lögheimili í nágrenni skólans forgang að skólavist á öðrum námsbrautum en þeim er fela í sér sérhæft nám. Tilgreina skal fyrirkomulag forgangsins og sérhæfðar námsbrautir í skólasamningi sbr. 4. gr. og birta í skólanámskrá.
2. gr.
Á eftir 2. mgr. 7. gr. bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Eftirfarandi forgangsröðun umsókna skal lögð til grundvallar við innritun tilgreindra nemendahópa:
Ef hluti fjárframlags til skóla er bundinn við sérstakt menntunarátak meðal nemenda sem falla utan forgangsröðunar skv. 3. mgr., er skóla heimilt að leggja önnur sjónarmið til grundvallar við innritun þeirra, enda teljist ekki um að ræða almennt framhaldsskólanám.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 32. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 27. febrúar 2012.
Katrín Jakobsdóttir.
Karitas H. Gunnarsdóttir.