1. gr.
Skálholtsskóli er sjálfseignarstofnun. Lögheimili hans er að Skálholti, Biskupstungum og er varnarþing stofnunarinnar í Árnessýslu. Markmið Skálholtsskóla er að standa að skólahaldi í samræmi við lög nr. 31/1977, svo og samkvæmt óðrum lögum og reglugerðum, sem þar er vitnað til.
2. gr.
Skólinn á skólahús það, er þegar hefur verið byggt í Skálholti við gildistöku reglugerðar þessarar. Sá hluti hússins, sem óbyggður er, svo og önnur húsakynni, er reist verða skv. 8. grein nefndra laga, tölulið b, verða einnig eign skólans ásamt innanstokksmunum.
3. gr.
Rekstrarkostnaður sem er umfram framlag ríkisins sem kveðið er á um a-lið 8. greinar lags nr. 31/1977, skal greiddur af nemendum og úr Kristnisjóði, enda hafi Kirkjuráð áður samþykkt kostnaðaráætlanir. Byggingarkostnaður umfram framlag ríkisins, sbr. b-lið 8. greinar laga nr. 31/1977, greiðist af frjálsum framlógum og úr Kristnisjóði, enda hafi Kirkjuráð áður samþykkt kostnaðaráætlanir.
4. gr.
Skólanefnd er ábyrg fyrir því, að skólinn starfi í samræmi við þann grundvöll og þau markmið, sem lögin gera ráð fyrir. Nefndarmenn þiggja ekki laun fyrir störf sín, en kostnaður vegna ferðalaga þeirra og fundahalds er hluti af rekstrarkostnaði skólans.
Ákvarðanir skólanefndar eru gildar, ef fjórir nefndarmenn sitja fund.
Einfaldur meirihluti nægir til ákvarðanatöku. Falli atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum.
Formaður er fulltrúi skólanefndar útá við.
Skólanefndarfundir eru haldnir a. m. k. tvisvar á ári (sjá grein 10), en þess utan þegar formaður eða fjórir nefndarmenn aðrir telja nauðsyn til, ber að kveðja saman fund. Boðað er til skólanefndarfundar með dagskrá.
Skólanefnd hefur fundargerðabók.
5. gr.
Skólanefnd ræður rektor að undangenginni auglýsingu. Ráðningartími skal vera tvö ár. Sé um endurráðningu að ræða að þeim tíma liðnum er heimilt að hafa hana ótímabundna.
Skólanefnd ræður einnig fasta kennara og húsmóður í samráði við rektor og fer um þá ráðningu eins og ráðningu rektors.
Skólanefnd skal gefa út erindisbréf til handa rektor, fastráðnum kennurum og húsmóður.
8. gr.
Skólinn skal hafa til ráðstöfunar kennslumagn er nemur 2.3 kennslustundum á nemanda á viku hverri og skal miða ráðningu kennara við það: Þó skal heimilt að hækka kennslumagn á nemanda í 2.5 kennslustundir meðan skólinn hefur ekki heimavistarrými fyrir fleiri en 26 nemendur.
7. gr.
Kennsluskylda fastra kennara skal vera hin sama og kennara á framhaldsskólastigi. Heimilt er að fela þeim að annast aðra þjónustu i þágu skólans og nemenda, sbr. 8. gr., sem hluta af kennsluskyldu sinni.
8. gr.
Námsráðgjöf, handleiðsla nemenda, umsjón með félagsstórfum og heimavistum, almenn húsvarsla og hússtjórn, skal greidd með sama hætti og hliðstæð störf í öðrum framhaldsskólum þó skal tillit tekið til sérstóðu skólans sem lýðháskóla og skal rektor skólans gera tillögur um hana og menntamálaráðuneytið fá hana til athugunar og samþykktar.
9. gr.
Skólanefnd skal í samráði við menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti ákvarða um laun rektors og kennara sé ekki um þau samið í kjarasamningum milli fjármálaráðuneytis og launþegasamtaka.
10. gr.
Í maímánuði skal haldinn skólanefndarfundur og skulu stofnkostnaðar- og rekstrarreikningar skólans lagðir fyrir skólanefnd til samþykktar. Á sama fundi skal rektor leggja fyrir skólanefnd fjárhagsáætlun þá, er hann að lögum sendir menntmálaráðuneytinu um sama leyti.
11. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um Skálholtsskóla nr. 31/1977 og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1978.
Ragnar Arnalds.
Birgir Thorlacius.