1. gr.
1. mgr. 18. gr. orðist svo:
Sá viðtækjaeigandi sem einungis getur nýtt sér hljóðvarpssendingar skal greiða 30% útvarpsgjalds. Eigandi sem breytir afnotum sínum skal tilkynna það Ríkisútvarpinu þegar í stað.
2. gr.
1. mgr. 19. gr. orðist svo:
Gjalddagar útvarpsgjalds skulu vera tveir eða fleiri á ári samkvæmt nánari ákvörðun Ríkisútvarpsins. Gjalddagi útvarpsgjalds er 1. dag hvers mánaðar en eindagi þess er 15 dögum eftir gjalddaga. Nú ber gjalddaga eða eindaga útvarpsgjalds á löghelgan dag eða dag, þegar greiðslustofnanir eru almennt lokaðar, og telst hann þá vera næsta virkan dag á eftir.
Menntamálaráðuneytið, 22. febrúar 1989.
F. h. r.
Knútur Hallsson.
Þórunn J. Hafstein.