Menntamálaráðuneyti

247/1995

Reglugerð um kennslu á framhaldsskólastigi í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. - Brottfallin

1. gr.

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 57/1988 með áorðnum breytingum og annast fræðslu í hússtjórnargreinum fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Er hér um að ræða nám á hússtjórnarbraut, sbr. námskrá handa framhaldsskólum, svo og annað nám í skyldum greinum sem menntamálaráðuneytið samþykkir.

2. gr.

Kennslan skal skipulögð í samræmi við námskrá fyrir framhaldsskóla og starfar skólinn í samvinnu við Menntaskólann á Egilsstöðum.

3. gr.

Skólanum er einnig heimilt að bjóða fram annars konar nám fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og í fullorðinsfræðslu, skv. ákvæðum 36. gr. laga um framhaldsskóla nr. 57/1988 með áorðnum breytingum.

4. gr.

Skólanefnd skólans gerir tillögur til menntamálaráðuneytis um fjárþörf við undirbúning fjárlaga og skulu þær miðast við það námsframboð og kennslufyrirkomulag sem samþykkt hefur verið.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 40. gr. laga um framhaldsskóla nr. 57/1988 með áorðnum breytingum og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 7. apríl 1995.

Ólafur G. Einarsson.

Guðríður Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica