Menntamálaráðuneyti

158/1959

Reglugerð um kennaramenntun í söng og tónlist. - Brottfallin

1. gr.

Tónlistarskólanum í Reykjavík veitist réttur til að sérmennta og útskrifa tónlistarkennara við almenna skóla í landinu. Námstími sé tveir vetur. Um inntökuskilyrði, námsefni, námstilhögun og próf verði settar sérstakar reglur.

2. gr.

Brottfarapróf úr kennaradeild Tónlistarskólans veitir réttindi til söngs- eða tónlistarkennarastöðu við barna-, unglinga- og framhaldsskóla landsins, og heitir sá tónlistakennari, er því prófi lýkur.

3. gr.

Kennaraskólinn heldur áfram að útskrifa söngkennara á sama hátt og verið hefur, og gilda þar um þær kröfur, sem nú eru gerðar. Söngkennarapróf úr kennaraskólanum veitir réttindi til söngkennslu í skólum á skyldunámsstigsins. Þó skulu þeir, sem lokið hafa tónlistarkennaraprófi, ganga fyrir í þeim skólum, er hafa sérkennara í söng.

4. gr.

Samvinna Tónlistarskólans og Kennaraskólans um sérmenntun í söng- og tónlistarkennara skal hagað á þann veg, að Kennaraskólinn veiti kennaranemum Tónlistarskólans kennslu í uppeldisfræði, kennslufræði og heilsufræði. Þar á móti veiti Tónlistarskólinn söngnámsefnum Kennaraskólans kennslu í tónlist, eftir því sem við verður komið.

5. gr.

Þeir, sem sögkennaraprófi ljúka í Kennaraskólanum, skulu eiga þess kost að ljúka tónlistarkennaraprófi að loknu eins vetrar námi í Tónlistarskólanum, enda séu sömu kröfu til þeirra gerðar og hinna, sem lokið hafa tveggja vertra námi þar.

6. gr.

Regugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 16 frá 1947, öðlast þegar gildi.

Í menntamálaráðuneytinu, 1. júní 1959.

Gylfi Þ. Gíslason.

______________

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica