Menntamálaráðuneyti

363/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 602/1997 Um Lánasjóð íslenskra námsmanna. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 12. gr. komi ný grein, sem verði 13. gr., svohljóðandi:

Lánþegi, sem tekið hefur lán skv. lögum nr. 21/1992 og skv. lögum nr. 72/1982 eða eldri lögum, skal fyrst endurgreiða lán tekin skv. lögum nr. 21/1992. Á því ári, sem hann lýkur endurgreiðslu láns skv. lögum nr. 21/1992, hefur hann jafnframt endurgreiðslu eldri lána og skal upphæð heildarársgreiðslu miðast við hámarksgreiðslu skv. lögum nr. 72/1982 eða eldri lögum en fjárhæð ársgreiðslunnar skal þó aldrei vera hærri en full ársgreiðsla hefði verið skv. lögum nr. 21/1992.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 22. maí 1999.

Björn Bjarnason.

Þórunn J. Hafstein.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica