Menntamálaráðuneyti

707/1994

Reglugerð um Menningarsjóð. - Brottfallin

1. gr

           Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegar stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar.

            Endurútgáfu vandaðra rita má styrkja, ef ástæða þykir til. Sjóðstjórn getur átt frumkvæði að einstaka útlutunum.

 

2. gr.

            Stjórn Menningarsjóðs er skipuð þremur mönnum sem kosnir eru hlutfallskosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Menntamáluráðherra skipar formann úr hópi hinna kjörnu stjórnarmanna. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.

            Stjórn Menningarsjóðs gerir árlega áætlun um tekjur og gjöld sjóðsins og skal hún borin undir menntamálaráðherra til samþykktar.

            Stjórn Menningarsjóðs ákveður í hverju tilviki hvernig greiðslum úr sjóðnum skuli háttað. Stjórnin getur ákveðið að greiðslur fari fram í áföngum eftir því sem kostnaður fellur til.

            Stjórn Menningarsjóðs ræður sjóðnum starfslið eftir því sem þörf krefur. Menntamálaráðherra ákveður þóknun sjóðstjórnar. Kostnaður vegna starfsemi sjóðsins greiðist úr Menningarsjóði. Heimild er sjóðstjórninni að semja við bankastofnun um að annast vörslu Sjóðsins og fjárreiður hans.

 

3. gr.

            Sjóðstjórn úthlutar styrkjum úr sjóðnum að jafnaði einu sinni á ári. Auglýst er með venjulegum hætti eftir umsóknum og skulu þær verða á sérstökum umsóknareyðublöðum Menningarsjóðs.

 

4. gr.

            Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:

  1. Handrit eða handritsdrög fylgi umsókn.
  2. Verkið samræmist markmiðum sjóðsins að mati sjóðsstjórnar, sbr. 1. gr.
  3. Heimildaskrár og/eða vandaðar hjálparskrár skulu fylgja fræðiritum
  4. Samkomulag um útgáfu liggi fyrir.
  5. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum
  6. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 750 eintök.
  7. Eðlileg dregin sé tryggð.
  8. Útgáfutími sé ákveðinn.

 

            Þá er styrkveiting ennfremur bundin því skilyrði að Menningarsjóður fá afhent endurgjaldslaust 5 eintök útgefins ritverks sem notið hefur styrks úr sjóðnum og að þess sé getið í útgefnu riti að Menningarsjóður hafi styrkt útgáfuna.

 

5. gr.

            Nú er verk ekki gefið út innan hæfilegs tíma að mati sjóðstjórnar og fellur þá styrkloforð niður. Hafi styrkur verið greiddur ber styrkleika að endurgreiða hann, ásamt venjulegum vöxtum, sem vera skulu jafnhár og almennir sparisjóðsvextir við Landsbanka Íslands.

 

6. gr.

            Stjórn Menningarsjóðs tekur árlega saman skýrslu um starfsemi, sem skal geyma endurskoðaðan ársreikning og skrá um úthlutanir úr sjóðnum. Eintak of skýrslunni skal sent menntamálaráðuneyti, ríkisbókhaldi og ríkisendurskoðun.

 

7. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 79/1993 og öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 390/1993 um Menningarsjóð.

 

Menntamálaráðuneytið, 15. desember 1994

 

Ólafur G. Einarsson.

Guðríður Sigurðardóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica