Menntamálaráðuneyti

225/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 278/1977, um Tækniskóla íslands. - Brottfallin

1. gr

18. gr. orðist svo:

Almennt námsmat er í höndum hlutaðeigandi kennara og dæma þeir skrifleg próf einir. Við munnleg og verkleg próf, sem teljast til lokaprófs, svo og við mat á  lokaverkefni, skal vera einn prófdómari utan Tækniskólans.

Nemandi á rétt á að fá útskýringar kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar ef hann æskir þess bréflega innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Vilji nemandi sem ekki hefur staðist próf, þá eigi una mati kennarans, getur hann snúið sér til rektors. Skal þá prófdómari skipaður í hverju tilviki. Einnig getur kennari eða meirihluti nemenda, telji þeir til þess sérstaka ástæðu, óskað skipunar prófdómara í einstöku prófi. Sameiginleg niðurstaða prófdómara og kennara ræður endanlegri einkunn.

Menntamálaráðherra skipar prófdómara að fengnum tillögum rektors. Þá eina má skipa prófdómara sem lokið hafa tæknifræðiprófi frá viðurkenndum tækniskóla eða háskólaprófi í þeirri grein sem prófdómari skal dæma. Prófdómarar samkvæmt fyrstu málsgrein skulu skipaðir til þriggja ára í senn hið lengsta.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 66/1977, um Tækniskóla Íslands og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 21. apríl 1989.

 

Svavar Gestsson.

Árni Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica