1. gr.
Við reglugerðina bætist bráðabirgðaákvæði, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. um aflamark er heimilt að flytja allt að 25% aflamarks fiskiskips í makríl frá árinu 2024 til ársins 2025.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 21. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.