Matvælaráðuneyti

1329/2024

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 817/2024, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025.

1. gr.

Í töflu í 2. gr. reglugerðarinnar er gerð breyting, svohljóðandi:

Tegund Leyfilegur heildarafli Dregið frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%) Fiskistofa úthlutar aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar
8. Djúpkarfi 3.800 201 3.599

 

2. gr.

2. tl., Rækja á grunnslóð, í töflu í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Tegund/svæði Leyfilegur heildarafli Dregið frá heildarafla, skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%) Fiskistofa úthlutar aflamarki á grundvelli aflahlutdeildar
2. Rækja á grunnslóð 169 9 160
     Arnarfjörður 169 9 160
     Ísafjarðardjúp 0 0 0

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu "hlýra" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: grásleppu.
  2. Við bætist nýr málsliður í 2. mgr. sem verður 2. málsl., svohljóðandi: Krókaaflamarksbátum er heimilt að stunda hrognkelsaveiðar í net.
  3. 2. málsl. 2. mgr. verður 3. málsl.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 21. nóvember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica