Matvælaráðuneyti

1167/2024

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar matvælaráðherra tollkvótum samkvæmt við­aukum III B og IV B við tollalög nr. 88/2005.

 

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

 

  Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
Tollskrárnr.:     stk. % kr./stk.
0602.2000 Tré, runnar og búskar, einnig ágrætt sem ber æta ávexti eða hnetur. 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0602.3010 Alparósir og lyngrósir (Rhododendron), einnig ágræddar 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0602.3020 Glóðarrósir (Azalea) 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Rósir, einnig ágræddar:        
0602.4010 Í smásöluumbúðum 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0602.4090 Aðrar 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0602.9030 Matjurta- og jarðarberjaplöntur 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Annað: Útiplöntur: - Tré, runnar og búskar:        
0602.9041 Skógartré sem ungar sáðplöntur af barr- eða lauftrjátegundum sem einkum eru nýttar til skógræktar, oftast án rótarhnauss (berróta eða bakkaplöntur) 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Annað:        
0602.9045 Græðlingar með rót og ungplöntur 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0602.9049 Annars 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Aðrar útiplöntur:        
0602.9051 Fjölærar jurtkenndar plöntur 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Græðlingar með rót og ungplöntur, þó ekki kaktusar:        
0602.9070 Græðlingar með rót og ungplöntur, þó ekki kaktusar, til framhaldsræktunar 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar:        
0602.9081-.9083 og 0602.9088 Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar 01.01.-30.06.25 2.200 30 0
0602.9081-.9083 og 0602.9088 Blómstrandi plöntur með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar 01.07.-31.12.25 1.650 30 0
0602.9089 Aðrar 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Aðrar:        
0602.9093 Pottaplöntur til og með 1 metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna 01.01.-30.06.25 3.000 30 0
0602.9093 Pottaplöntur til og með 1 metri á hæð, þó ekki þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna 01.07.-31.12.25 2.160 30 0
0602.9099 Annars 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
  Lifandi:        
0603.1100 Rósir 01.01.-30.06.25 2.000 30 0
0603.1300 Orkídeur, þ.m.t. brönugrös (Orchidaceae) 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0603.1400 Tryggðablóm (Chrysanthemums) 01.01.-30.06.25 9.000 30 0
0603.1400 Tryggðablóm (Chrysanthemums) 01.07.-31.12.25 6.500 30 0
0603.1901 Ættkvíslirnar Protea, Banksia, Leucadendron og Brunia 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0603.1902 Afskornar greinar með berjum og ávöxtum, óætum af ættkvíslunum: Ligustrum, Callicarpa, Gossypium, Hypericum, Ilex og Symphoricarpos 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0603.1903 Forsythia (páskagreinar) 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999 Afskorin blóm og blómknappar sem notað er í vendi eða til skrauts, lifandi, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt, þ.m.t. geislafíflar, sólliljur, fétoppar, silkivendir, ilmskúfar, ljónsmunnar, gullhrís, silfurstjörnur, brúðarslör, flamingoblóm og túlípanar. 01.01.-30.06.25 166.250 30 0
0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999 Afskorin blóm og blómknappar sem notað er í vendi eða til skrauts, lifandi, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt, þ.m.t. geislafíflar, sólliljur, fétoppar, silkivendir, ilmskúfar, ljónsmunnar, gullhrís, silfurstjörnur, brúðarslör, flamingoblóm og túlípanar. 01.07.-31.12.25 118.750 30 0
  Annað:        
0604.2030 Jólatré, án rótar 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0604.2040 Jólatrésgreinar 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0604.2090 Annað 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0
0604.9090 Annars 01.01.-31.12.25 ótilgr. 30 0

 

Við innflutning á vörum sem falla undir þau tollskrárnúmer þar sem vörumagn er ekki tilgreint skal gilda sá verð- og/eða magntollur sem tilgreindur er í 1. mgr. yfir tilgreint tímabil. Fyrir þau tollskrár­númer sem vörumagn er tilgreint gildir tiltekinn verð- og/eða magntollur samkvæmt útgefnum tollkvótum.

 

3. gr.

Tollkvótum er úthlutað samkvæmt ákvæðum búvörulaga nr. 99/1993. Tollkvótar eru auglýstir á vefsíðu matvælaráðuneytisins þar sem tilgreindir eru skilmálar og fram koma frekari upplýsingar um framkvæmd úthlutunarinnar.

 

4. gr.

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, í þeim tollskrár­númerum þar sem magn er tilgreint, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Til þess að tilboð teljist gilt skal senda ráðuneytinu staðfest afrit af ábyrgðaryfirlýsingu. Skal ábyrgðar­yfirlýs­ingin berast frá banka, sparisjóði eða vátryggingafélagi á tölvupóstfang ráðuneytisins mar@mar.is. Í ábyrgðaryfirlýsingunni skal koma fram að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt. Einnig er heimilt í stað ábyrgðaryfirlýsingar að greiða andvirði tollkvóta á reikning fjársýslunnar og senda kvittun til ráðuneytisins.

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vef­kerfinu tollkvoti.is.

Tilboðsgjafi sá er fær úthlutað tollkvóta skal leysa hann til sín með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöðu útboðs. Úthlutun er ekki framseljanleg.

 

5. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 189/1990, um inn­flutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

 

6. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 65. og 82. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 31. desember 2025. Við gildistöku hennar fellur úr gildi reglugerð nr. 1178/2023 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.

 

Matvælaráðuneytinu, 15. október 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Elísabet Anna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica