Matvælaráðuneyti

1155/2024

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 204/2023 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, 8. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2785 frá 14. desember 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á til­teknum eftirlits­yfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sam­bandið. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndar­innar nr. 155/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 518.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 27. september 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Svava Pétursdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica