1152/2024
Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.
1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast fjórtán nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/220 frá 12. janúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Pediococcus pentosaceus NCIMB 30168 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1119/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 421.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/221 frá 12. janúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, endó-1,3(4)-betaglúkanasa og endó-1,4-betaglúkanasa, sem eru framleiddir með Trichoderma reesei ATCC 74444, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis, allar tegundir alifugla sem eru aldar til varps og fráfærugrísi (leyfishafi er DSM Nutritional Products) og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 403/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 424.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/228 frá 12. janúar 2024 um leyfi fyrir blöndu með Companilactobacillus farciminis CNCM I-3740 sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga og eldiskalkúna (leyfishafi er ChemVet dk A/S) og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1876/2006. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 429.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/231 frá 12. janúar 2024 um leyfi fyrir blöndu með halófúgínónhýdróbrómíði (Stenorol) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, eldiskalkúna og kalkúna sem eru aldir til undaneldis (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 433.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/239 frá 15. janúar 2024 um leiðréttingu og breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2022/1421, (ESB) 2022/652, (ESB) 2022/1490 og (ESB) 2022/320. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 438.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/252 frá 16. janúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum DSM 23375 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1065/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 466.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/261 frá 17. janúar 2024 um leyfi fyrir svartpiparilmkjarnaolíu og svartpiparóleóresíni úr Piper nigrum L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og kjarna úr svartpipar í yfirmarksástandi úr Piper nigrum L. sem fóðuraukefni fyrir ketti og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 470.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/262 frá 17. janúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaglúkanasa, sem er framleiddur með Trichoderma citrinoviride IMI 360748, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, aukategundir alifugla til eldis og fráfærugrísi, um leyfi fyrir þeirri blöndu sem fóðuraukefni fyrir eldiskalkúna, allar tegundir alifugla sem eru aldar til varps eða til undaneldis, skrautfugla og mjólkurgrísi (leyfishafi er Huvepharma NV) og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2305. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 479.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/285 frá 17. janúar 2024 um leyfi fyrir síberíuginsengrótartinktúru úr Eleutherococcus senticosus (Rupr. & Maxim.) Maxim sem fóðuraukefni fyrir hunda, ketti og hesta. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 483.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/750 frá 29. febrúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir támatíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 869/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 488.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/752 frá 29. febrúar 2024 að því er varðar synjun um leyfi fyrir blöndu með astaxantín-auðugum Phaffia rhodozyma (ATCC SD-5340) sem fóðuraukefni fyrir lax og silung. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 493.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/754 frá 29. febrúar 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1762 að því er varðar skilmála leyfisins fyrir blöndu með Bacillus subtilis DSM 32324, Bacillus subtilis DSM 32325 og Bacillus amyloliquefaciens DSM 25840 sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis eða sem eru aldir til varps eða aldir til undaneldis (leyfishafi er Chr. Hansen A/S). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 496.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/763 frá 29. febrúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum NCIMB 30083 og Lactiplantibacillus plantarum NCIMB 30084 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 308/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 498.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/764 frá 29. febrúar 2024 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis CNCM I-4606, CNCM I-5043 og CNCM I-4607 og Lactococcus lactis CNCM I-4609 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2024, frá 5. júlí 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 19. september 2024, bls. 503.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. september 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.