Matvælaráðuneyti

1507/2023

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 834/2014 um matvæli sem eru ætluð ungbörnum og smábörnum, matvæli sem eru notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi og þyngdarstjórnunarfæði í stað alls annars fæðis.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliðir 14., 15. og 16 tölul., svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/589 frá 10. janúar 2023 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/127 að því er varðar kröfur um prótín í ungbarna­blöndum og stoðblöndum sem eru framleiddar úr vatnsrofsmyndefnum prótína. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 221/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 452.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2182 frá 30. ágúst 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/1798 að því er varðar kröfur um lípíð og magnesíum í þyngdarstjórnunarfæði í stað alls annars fæðis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 458.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/439 frá 16. desember 2022 um breytingu á viðaukanum við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 609/2013 til að heimila notkun á nikótínamíðríbósíðklóríði sem níasíngjafa í matvæli sem eru notuð í sérstökum, læknisfræðilegum tilgangi og þyngdarstjórnunarfæði í stað alls annars fæðis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 691.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 4. desember 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica