1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 1.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1248/2001 um breytingu á III., X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar faraldursfræðilegt eftirlit með og prófanir á smitandi heilahrörnun. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 41.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1326/2001 um bráðabirgðaráðstafanir til að gera það kleift að taka upp reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar og um breytingu á VII. og XI. viðauka við þá reglugerð. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 52.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 270/2002 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar sérstök áhættuefni og faraldursfræðilegt eftirlit með smitandi heilahrörnun og breytingu á reglugerð (EB) nr. 1326/2001 að því er varðar fóðrun dýra og setningu sauðfjár og geita og afurða úr þeim á markað. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 60.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1494/2002 um breytingu á III. VII. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar eftirlit með heilahrörnun í nautgripum, útrýmingu smitandi heilahrörnunar, fjarlægingu sérstakra áhættuefna og reglur um innflutning lifandi dýra og afurðir úr dýraríkinu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 72.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 260/2003 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar útrýmingu smitandi heilahrörnunar í sauðfé og geitum og reglur um viðskipti með lifandi sauðfé og geitur og fósturvísa úr nautgripum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 368.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 650/2003 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innflutning á lifandi sauðfé og geitum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 373.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1053/2003 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar flýtiprófanir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 382.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1128/2003 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 999/2001 að því er varðar lengingu þess tímabils sem bráðabirgðaráðstafanir gilda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 384.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1139/2003 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar vöktunaráætlanir og sérstakt áhættuefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 386.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1234/2003 um breytingu á I., IV. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 og reglugerð (EB) nr. 1326/2001 að því er varðar smitandi heilahrörnun og fóðrun dýra. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 120.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1809/2003 frá 15. október 2003 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar reglur um innflutning á lifandi nautgripum og nautgripa-, sauðfjár- og geitaafurðum frá Kostaríku og Nýju-Kaledóníu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 397.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1915/2003 um breytingu á VII., VIII. og IX. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar viðskipti með og innflutning á sauðfé og geitum og ráðstafanir í kjölfar þess að smitandi heilahrörnun hefur verið staðfest í nautgripum, sauðfé og geitum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 399.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2245/2003 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar vöktun smitandi heilahrörnunar í sauðfé og geitum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 404.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 876/2004 um breytingu á VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar viðskipti með sauðfé og geitur til undaneldis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 410.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1471/2004 um breytingu á XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innflutning á hjartardýraafurðum frá Kanada og Bandaríkjunum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 106.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1492/2004 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar ráðstafanir til að útrýma smitandi heilahrörnun í nautgripum, sauðfé og geitum, viðskipti með og innflutning á sæði og fósturvísum sauðfjár og geita og sérstakt áhættuefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 100.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1993/2004 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar Portúgal. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 377.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 36/2005 um breytingu á III. og X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar faraldursfræðilegt eftirlit með smitandi heilahrörnun í nautgripum, sauðfé og geitum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 108.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 214/2005 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar vöktun smitandi heilahrörnunar í geitum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 144.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 260/2005 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar flýtiprófanir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 117.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 932/2005 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar, að því er varðar framlengingu á bráðabirgðaráðstöfunum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 128.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1292/2005 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar fóður. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 130.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1974/2005 um breytingu á X. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innlendar tilvísunarrannsóknarstofur og sérstök áhættuefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 139.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 253/2006 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar flýtiprófanir og ráðstafanir til að útrýma smitandi heilahrörnun í sauðfé og geitum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 412.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 339/2006 um breytingu á XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar reglur um innflutning á lifandi nautgripum og nautgripa-, sauðfjár- og geitaafurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 148.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 657/2006 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar Breska konungsríkið og um niðurfellingu ákvörðunar ráðsins 98/256/EB og ákvarðana 98/351/EB og 1999/514/EB. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 154.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 688/2006 um breytingu á III. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar vöktun smitandi heilahrörnunar og sérstaks áhættuefnis í nautgripum í Svíþjóð. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2008 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, frá 27. október 2011, bls. 418.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1923/2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir og varnir gegn tilteknum tegundum smitandi heilahrörnunarsjúkdóma og um útrýmingu þeirra. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 416.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 722/2007 um breytingu á II., V., VI., VII., IX. og XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2008 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, frá 27. október 2011, bls. 419.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 727/2007 um breytingu á I., III., VII. og X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2008 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, frá 27. október 2011, bls. 436.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1275/2007 um breytingu á IX. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2008 frá 1. maí 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71, frá 23. desember 2009, bls. 397.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 357/2008 um breytingu á V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 frá 22. maí 2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 235.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 571/2008 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar viðmiðanir til endurskoðunar á árlegum vöktunaráætlunum er varða kúariðu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 109.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 746/2008 um breytingu á VII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 frá 22. maí 2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 112.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 956/2008 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 128.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 103/2009 um breytingu á VII. og IX. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, frá 7. apríl 2011, bls. 34.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 162/2009 um breytingu á III. og X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 278.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 163/2009 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2010 frá 11. nóvember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5, frá 27. janúar 2011, bls. 133.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 220/2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar, að því er varðar framkvæmdavaldið sem framkvæmdastjórninni er falið. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2011 frá 2. júlí 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55, frá 7. október 2011, bls. 189.
-
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 956/2010 um breytingu á X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar skrána yfir flýtiprófanir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2011 frá 1. nóvember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 525.
2. gr.
Þar sem innflutningur lifandi nautgripa er bannaður gilda ekki efnisákvæði, um brottnám áhættuvefs úr nautgripum við slátrun, í I., III., VII. og X. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, með síðari breytingum.
3. gr.
Þrátt fyrir 2. tölulið IV. viðauka reglugerðar nr. 999/2001 með síðari breytingum skal áfram vera heimilt að fóðra jórturdýr með fiskimjöli. Það fiskimjöl skal vera framleitt í fiskimjölsverksmiðjum sem eingöngu vinna úr fiskafurðum.
4. gr.
Ákvæði 2.3, 3., 4., 5., 6. töluliðar í kafla A í viðauka VII um útrýmingu smitandi heilahrörnunar í sauðfé og geitum, í reglugerð nr. 999/2001 með síðari breytingum gildir ekki um Ísland.
Þar sem fram hefur farið niðurskurður vegna riðu skal þó einungis heimilt að flytja líflömb sem ekki hafa VRQ arfgerðina á búið.
5. gr.
Ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 999/2001 með síðari breytingum í kafla A, B, D, viðauka VIII, um viðskipti með lifandi dýr á Evrópska efnahagssvæðinu og útflutning lifandi dýra til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins, og ákvæði í kafla A, B, D, E og H í viðauka IX, að því er varðar innflutning lifandi dýra inn á Evrópska efnahagssvæðið gildir ekki um Ísland.
6. gr.
Innflutningur kjöt- og beinamjöls sem og innflutningur afurða sem innihalda kjöt- og beinamjöl er óheimill.
7. gr.
Við 3. tölulið í kafla A í viðauka X skal bæta eftirfarandi:
8. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
9. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
10. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og öðlast þegar gildi.