1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1851/2004 frá 25. október 2004, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2005, frá 30. apríl 2005, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Með innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1851/2004 bætist eftirfarandi við töflu 2.1.7. í I. viðauka, reglugerðar nr. 653/2001:
2.1.7. Tetrahýdrópýrimíð
Lyfjafræðilega virk efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
,,Morantel |
Summan af leifum sem hægt er að vatnsrjúfa í N-metýl-1,3-própandíamín og gefið upp sem morantelhliðstæður |
Nautgripir, sauðfé |
100 μg/kg |
Vöðvi |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 24. janúar 2007.
F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)