1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2232/2004, frá 23. desember 2004, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2005, frá 10. júlí 2005, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1148/2005, frá 15. júlí 2005, og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1299/2005, frá 8. ágúst 2005, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 24/2006, frá 12. mars 2006, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð nr. 653/2001:
A. Breyting verður á lyfjaefnunum "Peneþamat" og "Fenoxýmetýlpenisillín" í tölulið 1.2.1. Penisilllín, undirkafla 1.2. Sýklalyf , kafla 1. Sýkingalyf í I. viðauka.
Lyfjafræðilega virk efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
Peneþamat |
Bensýlpenisillín |
Öll spendýr sem gefa af sér afurðir |
50 μg/kg |
Vöðvi |
Lyfjafræðilega virk efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
Önnur ákvæði |
Fenoxýmetýlpenisillín |
Fenoxýmetýlpenisillín |
Alifuglar |
25 μg/kg |
Vöðvi |
Ekki ætlað dýrum sem gefa af sér egg til manneldis |
B. Breyting verður á lyfjaefninu "Þíamfeníkól" í tölulið 1.2.11. Flórfeníkól og skyld efni, undirkafla 1.2. Sýklalyf, kafla 1. Sýkingalyf í I. viðauka.
Lyfjafræðilega virk(t) efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
Önnur ákvæði |
Þíamfeníkól |
Þíamfeníkól |
Svín |
50 μg/kg |
Vöðvi |
Bráðabirgðahámarksgildi leifa falla úr gildi 2007 |
C. Breyting verður á lyfjaefninu "Foxím" í tölulið 2.2.1. Lífræn fosföt, undirkafla 2.2. Útsníklalyf, kafla 2. Sníklalyf í I. viðauka.
Lyfjafræðilega virk(t) efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
|
Foxím |
Foxím |
Kjúklingar |
25 μg/kg |
Vöðvi |
D. Breyting verður á lyfjaefninu "Toltrasúríl" í tölulið 2.4.3. Tríasíntríónafleiður, undirkafla 2.4. Frumdýralyf, kafli 2. Sníklalyf í I. viðauka.
Lyfjafræðilega virk(t) efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
Önnur ákvæði |
Toltrasúríl |
Toltrasúrílsúlfón |
Nautgripir |
100 μg/kg |
Vöðvi |
Ekki ætlað dýrum sem gefa af sér mjólk til manneldis |
E. Breyting verður á neðangreindum lyfjaefnum í kafla 2. Lífræn efnasambönd í II. viðauka.
Lyfjafræðilega virk(t) efni |
Dýrategund |
Önnur ákvæði |
Klóprostenól |
Hestar |
Eingöngu til notkunar við innöndun |
F. Breyting verður á lyfjaefnunum "Altrenógest" og "Norgestómet" í undirkafla 6.1. Prógestagen, kafla 6. Lyf sem virka á æxlunarfæri í III. viðauka.
Lyfjafræðilega virk(t) efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
Önnur ákvæði |
|||
Altrenógest |
Altrenógest |
Svín |
1 μg/kg |
Húð og fita |
Eingöngu til notkunar við dýrarækt og í samræmi við ákvæði tilskipunar 96/22/EB |
Lyfjafræðilega virk(t) efni |
Leifamerki |
Dýrategund |
Hámarksgildi leifa |
Markvefir |
Önnur ákvæði |
|||
Norgestómet |
Norgestómet |
Nautgripir |
0,2 μg/kg |
Vöðvi |
Eingöngu til notkunar í tengslum við lækningar eða dýrarækt |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Landbúnaðarráðuneytinu, 30. nóvember 2007.
F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Baldur P. Erlingsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)