Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

208/2008

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um gripagreiðslur á lögbýlum, nr. 567/2006. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar komi ný grein, 5. gr. a., er orðast svo:

Gripagreiðslur á kýr af innfluttum holdakynjum.

Frá 1. janúar 2007 skulu gripagreiðslur vera tvöfalt hærri vegna árskúa af innfluttum holdakynjum en vegna árskúa sem eru af innlendum stofni. Til að falla í þann flokk þurfa kýr að vera skráðar í MARK sem holdakýr eða holdablendingar (þar sem stofn er tilgreindur) og vera aldar til að fóstra holdakálfa til kjötframleiðslu.

Gripagreiðslur á árskýr af innfluttum holdakynjum eru undanþegnar skerðingarákvæðum vegna bústærðar (fjöldi árskúa á hverju lögbýli) skv. 5. gr.

2. gr.

Á eftir ákvæði til bráðabirgða komi ný grein, ákvæði til bráðabirgða II, er orðast svo:

Þar til skráning í MARK hefur verið endurbætt nægjanlega að mati ráðherra þannig að unnt sé að greiða tvöfaldar gripagreiðslur á holdakýr og holdablendinga skv. 5. gr. og 5. gr. a. skal byggja á upplýsingum úr forðagæsluskýrslum við uppgjör gripagreiðslna til framleiðenda.

Gripagreiðslur fyrir tímabilið 1. janúar 2007 - 31. ágúst 2007 skv. 5. gr. a. skulu greiddar eftir upplýsingum úr vorskoðun búfjáreftirlitsmanna 2007.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. febrúar 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica