1. gr.
Við 2. gr. reglugerðar nr. 301/1995 á eftir skilgreiningunni um "Vottað fræ" bætist eftirfarandi:
Sölufræ: fræ sem hefur eiginleika ákveðinnar tegundar, uppfyllir skilyrði 2. viðauka um sölufræ, og telst við opinbera athugun uppfylla áðurnefnd skilyrði. Sölufræ er ekki notað til frekari fjölgunar.
2. gr.
Í stað 1. viðauka reglugerðar nr. 301/1995, kafla I, Fóðurjurtir, landgræðslujurtir og grös í grasvelli komi 1. viðauki þessarar reglugerðar.
3. gr.
Eftirfarandi bætist við töflu 1.a. í 2. viðauka:
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
Grös |
|||||
Bromus catharticus |
75 |
97 |
1,5 |
1,0 |
0,5 |
Bromus sitchensis |
75 |
97 |
1,5 |
1,0 |
0,5 |
Cynodon dactylon |
70 |
90 |
2,0 |
1,0 |
0,3 |
Phalaris aquatica |
75 |
96 |
1,5 |
1,0 |
0,3 |
4. gr.
Eftirfarandi bætist við töflu 1.b. í 2. viðauka:
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
Belgjurtir |
|||||
Onobrychis viciifolia |
75 |
20 |
95 |
2,5 |
1,0 |
Trigonella foenum-graecum |
80 |
95 |
1,0 |
0,5 |
|
Aðrar |
|||||
Phacelia tanacetifolia |
80 |
96 |
1,0 |
0,5 |
5. gr.
Við 2. viðauka, kafla I, bætist við nýr stafliður C:
C. Sölufræ.
Fræið skal uppfylla sömu kröfur um hreinleika, íblöndun fræja af öðrum tegundum og spírunarhæfni og vottað fræ með eftirfarandi undantekningum:
6. gr.
Í 2. viðauka, kafla II, Korn til grænfóðurs og þroska, kemur nýr liður 1a:
Korntegund |
Flokkur |
Krafa / Lágmarksstofnhreinleiki (%) |
Afbrigði af rúghveiti (Triticosecale) með sjálffrævun, önnur en blendingar |
Stofnfræ B |
99,7 |
Könnun á lágmarksstofnhreinleika fer einkum fram með akurskoðunum.
7. gr.
Í stað 2. viðauka, kafla II, Korn til grænfóðurs og þroska, liða 2-3, kemur 2. viðauki þessarar reglugerðar.
8. gr.
3. viðauki þessarar reglugerðar kemur sem nýr VI. hluti 2. viðauka reglugerðar nr. 301/1995.
9. gr.
Við 3. viðauka, I. hluta reglugerðar nr. 301/1995 bætist sem stafliður A1:
A1. Sölufræ.
1. |
"EES-reglur og -kröfur". |
|
2. |
"Sölufræ (ekki vottfest eftir stofni)". |
|
3. |
Skoðunaraðilar og aðildarríki. |
|
4. |
Tilvísunarnúmer framleiðslueiningar. |
|
4.a |
Mánuður og ár þegar innsiglað var, gefið upp á eftirfarandi hátt: "innsiglað" (mánuður og ár) |
|
eða |
||
mánuður og ár síðustu opinberu sýnatöku í því markmiði að votta fræið sem sölufræ, gefið upp á eftirfarandi hátt: "sýni tekið" (mánuður og ár). |
||
5. |
Tegund (fyrir lúpínur ber að tilgreina hvort lúpínan er beisk eða sæt). Í það minnsta er gefið latneskt heiti, sem má gefa upp á styttu formi og án höfundaheitis, með latneskum stöfum. |
|
6. |
Ræktunarhérað. |
|
7. |
Uppgefin nettó- eða brúttóþyngd fyrir hrein fræ. |
|
8. |
Þegar þyngd er gefin upp og varnarefnakyrni, húðunarefni eða önnur viðbætt efni á föstu formi er bætt við skal gefa upp tegund efnis ásamt nokkurn veginn hlutfalli milli heildarþyngdar og þyngdar á hreinu fræi. |
|
9. |
Ef í það minnsta spírunarhæfnin hefur verið prófuð á ný má gefa upp "endurprófað" (mánuður og ár) ásamt heiti prófunaraðila sem ábyrgð bar á endurprófuninni. Þessar upplýsingar má gefa upp á opinberum límmiða sem settur er á hinn opinbera merkimiða. |
10. gr.
Í stað 3. viðauka, IV. hluta, reglugerðar nr. 301/1995, komi 4. viðauki þessarar reglugerðar.
11. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við tilskipanir ráðsins nr. 78/387/EBE, 79/641/ESB, 86/155/ESB og 88/380/ESB, sem breyta tilskipunum ráðsins nr. 66/401/ESB og nr. 66/402/ESB.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. ágúst 2008.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)